„Við þurfum fleiri þungavopn“

Úkraína | 9. september 2023

„Við þurfum fleiri þungavopn“

Rústem Úmerov, nýr varnarmálaráðherra Úkraínu, óskar eftir því að bandamenn Úkraínumanna auki flutning á þungavopnum til landsins.

„Við þurfum fleiri þungavopn“

Úkraína | 9. september 2023

Rústem Úmerov, nýr varnarmálaráðherra Úkraínu.
Rústem Úmerov, nýr varnarmálaráðherra Úkraínu. AFP

Rústem Úmerov, nýr varnarmálaráðherra Úkraínu, óskar eftir því að bandamenn Úkraínumanna auki flutning á þungavopnum til landsins.

Rústem Úmerov, nýr varnarmálaráðherra Úkraínu, óskar eftir því að bandamenn Úkraínumanna auki flutning á þungavopnum til landsins.

„Við þurfum fleiri þungavopn,“ sagði Úmerov í ræðu á ráðstefnu í gær, þar sem hann kvaðst þó einnig þakklátur fyrir stuðning bandamanna Úkraínu. „Við þurfum þau í dag. Við þurfum þau núna.“

„Úkraínskir orrustumenn fórna lífi sínu í þágu grunngilda lýðræðis og frelsis. Þeir þurfa stuðning frá ykkur, kæru félagar. Og sá stuðningur er vopn,“ sagði Úmerov.

Á sömu ráðstefnu flutti Volodimír Selenskí Úkraínuforseti einnig ræðu þar sem hann sagði að hægir vopnaflutningar hindruðu gagnsókn Úkraínuhers í stríðinu við Rússa, en í júní hófu Úkraínumenn gagnsókn.

„Ný nálgun“ í varnarmálum

Úmerov er 41 árs gamall og var valinn nýr varnarmálaráðherra í vikunni eftir að Selenskí kallaði eftir „nýrri nálgun“ í varnarmálum, í kjölfar áskana hans um spillingu í ráðuneytinu.

Gagnsókn Úkraínumanna hófst þegar Úkraínumenn höfðu safnað miklum varabirgðum vopna frá vestrænum ríkjum. Sóknin hefur gengið hægt og bít­andi og hefur ekki skilað eins miklum árangri og vonast var eftir.

Aftur á móti hafa úkraínsk stjórnvöld lýst yfir mik­il­væg­um sigri eft­ir að Úkraínu­her end­ur­heimti þorpið Ro­botyne í suður­hluta Úkraínu.

mbl.is