Eyðilögðu báta sem fluttu úkraínska hermenn

Úkraína | 10. september 2023

Eyðilögðu báta sem fluttu úkraínska hermenn

Rússar segjast hafa eyðilagt þrjá hraðbáta sem fluttu úkraínska hermenn í Svartahafi og halda því fram að þeir hafi verið á leið í átt að Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.

Eyðilögðu báta sem fluttu úkraínska hermenn

Úkraína | 10. september 2023

Rússneskt herskip á Svartahafi.
Rússneskt herskip á Svartahafi. AFP

Rússar segjast hafa eyðilagt þrjá hraðbáta sem fluttu úkraínska hermenn í Svartahafi og halda því fram að þeir hafi verið á leið í átt að Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.

Rússar segjast hafa eyðilagt þrjá hraðbáta sem fluttu úkraínska hermenn í Svartahafi og halda því fram að þeir hafi verið á leið í átt að Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.

„Í vesturhluta Svartahafs eyðilagði Svartahafsflotinn þrjá hraðbáta frá Willard Sea Force sem eru framleiddir í Bandaríkjunum og voru með úkraínska hermenn,“ segir í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Rússlands.

Í yfirlýsingu rússneska hersins segir að átta úkraínskir drónar hafi verið skotnir niður yfir Krímskaga í nótt, sem og öðrum héruðum nálægt landamærum Úkraínu.

Skutu 32 drónum á Úkraínu

Rússar gerðu árás á Úkraínu í nótt með 32 drónum og stefndu flestir þeirra á höfuðborgina Kænugarð. Loftvarnarkerfi skutu niður 25 þeirra, að sögn herforingja í Kænugarði.

Sergei Popko, yfirmaður herstjórnar Kænugarðs, sagði dróna hafa stefnt á höfuðborgina úr öllum áttum.

Brak úr drónum féll á nokkur hverfi og olli skemmdum á íbúðarblokk, vegum og rafmagnslínum. Einn maður er sagður vera slasaður.

Slökkviliðsmenn að störfum eftir drónaárás á Kænugarð í nótt.
Slökkviliðsmenn að störfum eftir drónaárás á Kænugarð í nótt. AFP/Neyðarþjónusta Úkraínu
mbl.is