Segja flokk Pútíns hafa unnið kosningar í Úkraínu

Úkraína | 10. september 2023

Segja flokk Pútíns hafa unnið kosningar í Úkraínu

Rússnesk stjórnvöld fullyrða að stjórnmálaflokkurinn Sameinað Rússland (r. Jedínaja Rossía), sem styður Pútín, hafi borið afgerandi sigur úr býtum í kosningum í úkraínsku héruðunum sem Rússar segjast vera búnir að innlima.

Segja flokk Pútíns hafa unnið kosningar í Úkraínu

Úkraína | 10. september 2023

Rússnesk stjórnvöld halda því fram að flokkur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, …
Rússnesk stjórnvöld halda því fram að flokkur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hafi unnið í kosningum í úkraínskum héruðum. AFP

Rússnesk stjórnvöld fullyrða að stjórnmálaflokkurinn Sameinað Rússland (r. Jedínaja Rossía), sem styður Pútín, hafi borið afgerandi sigur úr býtum í kosningum í úkraínsku héruðunum sem Rússar segjast vera búnir að innlima.

Rússnesk stjórnvöld fullyrða að stjórnmálaflokkurinn Sameinað Rússland (r. Jedínaja Rossía), sem styður Pútín, hafi borið afgerandi sigur úr býtum í kosningum í úkraínsku héruðunum sem Rússar segjast vera búnir að innlima.

Stjórnvöld í Kreml halda því fram að héruðin Donetsk, Lúhansk, Kerson og Sa­po­rit­síja séu innlimuð í Rússland, eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar, þrátt fyrir það að þeir hafi ekki náð að leggja öll svæðin alfarið undir sig.

Úkraínsk stjórnvöld hafa vísað niðurstöðum kosninganna á bug.

Rússnesk stjórnvöld hafa birt óstaðfest gögn þar sem fram kemur að 70% kjósenda í hverju héraði hafi kosið flokkinn.

mbl.is