Stal þrumunni af tískudrottningum landsins

Fatastíllinn | 10. september 2023

Stal þrumunni af tískudrottningum landsins

Norski blaðamaðurinn Sidney Haugen stal óvænt senunni á Íslandi í vikunni fyrir að vera klæddur í svefnpoka. Svefnpokinn sem Haugen klæddist var grænn en svo vill til að græni liturinn er að sprengja allt þessa dagana. Í haust ættu allir að vera klæddir í grænt. 

Stal þrumunni af tískudrottningum landsins

Fatastíllinn | 10. september 2023

Allskonar mussur eru í tísku í dag, svo lengi sem …
Allskonar mussur eru í tísku í dag, svo lengi sem þær eru grænar. Samsett mynd

Norski blaðamaðurinn Sidney Haugen stal óvænt senunni á Íslandi í vikunni fyrir að vera klæddur í svefnpoka. Svefnpokinn sem Haugen klæddist var grænn en svo vill til að græni liturinn er að sprengja allt þessa dagana. Í haust ættu allir að vera klæddir í grænt. 

Norski blaðamaðurinn Sidney Haugen stal óvænt senunni á Íslandi í vikunni fyrir að vera klæddur í svefnpoka. Svefnpokinn sem Haugen klæddist var grænn en svo vill til að græni liturinn er að sprengja allt þessa dagana. Í haust ættu allir að vera klæddir í grænt. 

Ekki er vitað hvort að Haugen hafi meðvitað ætlað að stela senunni af tískudrottningum landsins þegar hann klæddist svefnpokanum á hafnarsvæðinu í vikunni þegar hann studdi aðgerðasinna. 

Sidney Haugen í grænum svefnpoka.
Sidney Haugen í grænum svefnpoka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glæsilegar konur í grænu!

Dragtir hafa verið áberandi í tískuheiminum og að sjálfsögðu koma þær í grænu. Sirrý Arnardóttir geislaði í grænni dragt þegar hún fagnaði út­komu bók­ar sinn­ar, Betri tján­ing.

Græni liturinn var líka áberandi í útgáfuboði kjarnakonunnar Höllu Tómasdóttur. Hún bætti um betur og klæddist sömu grænu flíkinni á forsíðu bókarinnar Hug­rekki til að hafa áhrif. Fyrir þær allra djörfustu þá eru svalir kúrekajakkar til í grænu. 

Sirrý Arnardóttir flott í grænu.
Sirrý Arnardóttir flott í grænu.
Fyrsti borgarstjórnarfundur eftir sumarfrí.
Fyrsti borgarstjórnarfundur eftir sumarfrí. mbl.is/Árni Sæberg
Í opnunarhófi Mathildu í Smáralind á dögunum.
Í opnunarhófi Mathildu í Smáralind á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Dögg Hjaltalín, Halla Tóm­as­dótt­ir og Anna Lea Friðriks­dótt­ir. Bæði Dögg …
Dögg Hjaltalín, Halla Tóm­as­dótt­ir og Anna Lea Friðriks­dótt­ir. Bæði Dögg og Halla mættu í útgáfuteiti Höllu í grænu. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Mar­grét Áskels­dótt­ir á opnun sýningarinnar Sam­hljóm­s í Kaupmannahöfn í lok …
Mar­grét Áskels­dótt­ir á opnun sýningarinnar Sam­hljóm­s í Kaupmannahöfn í lok ágúst.

Grænar flíkur sem vilja komast í fataskápnum þinn í haust!

Fyrir fólk sem á ekki grænt í fataskápnum eða vill bæta grænu í safnið er nóg í boði í verslunum landsins. Það er til að mynda nóg af hlýjum og góðum peysum fyrir veturinn. Einnig er þó nokkuð um föt í hermannastíl. 

 

Hlý vetrarpeysa frá Hildi Yoeman. Þessi fæst í búðinni hennar …
Hlý vetrarpeysa frá Hildi Yoeman. Þessi fæst í búðinni hennar og kostar 38.900 kr.
Skvísukjóll frá Anine Bing. Þessi fæst í Mathilde og kostar …
Skvísukjóll frá Anine Bing. Þessi fæst í Mathilde og kostar 89.990 kr.
Þessi sæta peysa er frá Bestseller og kostar 7.990 kr.
Þessi sæta peysa er frá Bestseller og kostar 7.990 kr.
Grænn ofurtöff jakki frá Holzweiler. Jakkinn fæst í Andrá og …
Grænn ofurtöff jakki frá Holzweiler. Jakkinn fæst í Andrá og kostar 59.900 kr.
Peysa frá Tommy Jeans. Þessi fæst í Gallerí 17 og …
Peysa frá Tommy Jeans. Þessi fæst í Gallerí 17 og kostar 16.995 kr.
mbl.is