„Barátta um að stráfella menn“

Dagmál | 11. september 2023

„Barátta um að stráfella menn“

Þetta er barátta um að stráfella menn sem hafa notið velgengni. Augljóslega keyrð áfram af mikilli heift, illkvittni og biturð.“

„Barátta um að stráfella menn“

Dagmál | 11. september 2023

Þetta er barátta um að stráfella menn sem hafa notið velgengni. Augljóslega keyrð áfram af mikilli heift, illkvittni og biturð.“

Þetta er barátta um að stráfella menn sem hafa notið velgengni. Augljóslega keyrð áfram af mikilli heift, illkvittni og biturð.“

Þetta er skoðun Frosta Logasonar á því sem hann kallar skipulagða baráttu aðgerðahópa og Eddu Falak gegn nokkrum einstaklingum sem máttu sæta útskúfun eða slaufun úr samfélaginu í kjölfar ásakana um kynferðisbrot.

Forsprakkinn skilið eftir sig sviðna jörð

Frosti er gestur Dagmála og ræðir þar sína lífsreynslu þar sem honum var bolað úr vinnu og hann sætti árásum frá hópi kvenna. Frosti hafnar því að hann hafi komið fram á sjónarsviðið á nýjan leik til að hefna sín. Hann segir þvert á móti að blaðamaðurinn í sér hafi fljótlega skynjað að þessi barátta var ekki eins hrein og bein og allir vildu vera að láta.

Hann segist hafa kannað sögu forsprakkans í þessum málum og þá hafi komið í ljós að hún hafi skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem hún hafi komið. Frosti vildi lýsa upp skúmaskotin og telur það vera hlutverk blaðamannsins.

Frosti skilur ekkert eftir í viðtali dagsins í Dagmálum. Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni.

mbl.is