Gagnrýnir samstarf RÚV og „aktivistamiðla“

Dagmál | 11. september 2023

Gagnrýnir samstarf RÚV og „aktivistamiðla“

Frosti Logason segir mjög alvarlegt hvernig RÚV hefur ljáð „aktivistamiðlum“ vægi með því að taka upp mál þeirra og ljá þeim þannig trúverðugleika. Frosti er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og ræðir þar þá slaufun eða útskúfun sem hann varð fyrir.

Gagnrýnir samstarf RÚV og „aktivistamiðla“

Dagmál | 11. september 2023

Frosti Logason segir mjög alvarlegt hvernig RÚV hefur ljáð „aktivistamiðlum“ vægi með því að taka upp mál þeirra og ljá þeim þannig trúverðugleika. Frosti er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og ræðir þar þá slaufun eða útskúfun sem hann varð fyrir.

Frosti Logason segir mjög alvarlegt hvernig RÚV hefur ljáð „aktivistamiðlum“ vægi með því að taka upp mál þeirra og ljá þeim þannig trúverðugleika. Frosti er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og ræðir þar þá slaufun eða útskúfun sem hann varð fyrir.

Frosti hefur um nokkurt skeið sent út hlaðvarpsþætti undir nafninu Brotkast og hafa þeir vakið mikla athygli. Hann hefur flett ofan af þjóðþekktu baráttufólki og sakar fjölmiðla um meðvirkni að segja ekki frá hinni hliðinni á þeim einstaklingum sem sömu fjölmiðlar hafa hafið til æðstu metorða.

Sérstaklega telur Frosti framgöngu RÚV ámælisverða. Hann segir alla vita að fjölmiðlar á borð við Heimildina, sem áður var Stundin og Kjarninn víki blaðamannasjónarmiðum frá og vilji breyta heiminum frekar en að segja sannleikann. Þá fyrst taki steininn úr þegar RÚV taki mál þessara fjölmiðla upp gagnrýnislaust og ljái þeim trúverðugleika með sinni aðkomu. Hann segir það óboðlegt og bera vott um hlutdrægni RÚV.

Frosta var slaufað í kjölfar viðtals Eddu Falak við fyrrverandi kærustu Frosta. Hann segist eftir á að hyggja hafa brugðist rangt við og að afsökunarbeiðnin sem hann sendi frá sér hafi verið mistök. Frosti gengst vissulega við að hafa hagað sér ósæmilega og segir rétt að biðjast afsökunar á slíkri framkomu. Hins vegar hafi „Twitterskríllinn“ hafið árásir á sig og alla honum tengdum eftir að afsökunarbeiðnin kom fram. Hann segir málið gegn sér hafa verið þaulskipulagt.

Frosti Logason kveikir í vinnuvikunni í Dagmálum á mánudegi. Með fréttinni fylgir brot af þættinum en hann er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is