Ástralska ofurstjarnan Kylie Minogue birti myndskeið af sér á Instagram í hönnun Hildar Yeoman um helgina. Minogue á dyggan aðdáendahóp og hafa margir hrósað henni fyrir fötin sem hún klæddist.
Ástralska ofurstjarnan Kylie Minogue birti myndskeið af sér á Instagram í hönnun Hildar Yeoman um helgina. Minogue á dyggan aðdáendahóp og hafa margir hrósað henni fyrir fötin sem hún klæddist.
Ástralska ofurstjarnan Kylie Minogue birti myndskeið af sér á Instagram í hönnun Hildar Yeoman um helgina. Minogue á dyggan aðdáendahóp og hafa margir hrósað henni fyrir fötin sem hún klæddist.
Settið sem Minogue klæddist frá Hildi Yoeman kallast The Neon Frill. Toppurinn kostar 39.900 krónur og kostar pilsið sömuleiðis 39.900 krónur. Liturinn er eiturgrænn og lítur einna helst út fyrir að vera einn heill kjóll þegar tónlistarkonan og fyrrverandi nágranninn situr eins og stjarna í stólnum fyrir framan myndavélarnar. Minogue var í svölum uppháum leðurstígvélum við íslensku hönnunina.
Minogue er langt í frá fyrsta súperstjarnan sem klæðist hönnun Hildar. Ofurfyrirsætan Ashley Graham er til að mynda mikill aðdáandi Hildar og hefur oftar en einu sinni klæðst fötum frá merki Hildar. Bandaríska söngkonan Kehlani hefur einnig klæðst fötum frá Hildi Yeoman.