Mætti buxnalaus á tískuviku New York

Fatastíllinn | 11. september 2023

Mætti buxnalaus á tískuviku New York

Klæðnaður fyrirsætunnar Gisele Bündchen vakti sannarlega athygli á tískuvikunni í New York nú á dögunum. Bündchen mætti buxnalaus á viðburð á laugardagskvöldið og sýndi ljósmyndurum leggina íklædd engu nema gallajakka og svörtum leðurklossum. 

Mætti buxnalaus á tískuviku New York

Fatastíllinn | 11. september 2023

Gisele Bundchen vakti mikla athygli á tískuvikunni í New York.
Gisele Bundchen vakti mikla athygli á tískuvikunni í New York.

Klæðnaður fyrirsætunnar Gisele Bündchen vakti sannarlega athygli á tískuvikunni í New York nú á dögunum. Bündchen mætti buxnalaus á viðburð á laugardagskvöldið og sýndi ljósmyndurum leggina íklædd engu nema gallajakka og svörtum leðurklossum. 

Klæðnaður fyrirsætunnar Gisele Bündchen vakti sannarlega athygli á tískuvikunni í New York nú á dögunum. Bündchen mætti buxnalaus á viðburð á laugardagskvöldið og sýndi ljósmyndurum leggina íklædd engu nema gallajakka og svörtum leðurklossum. 

Það má segja að Bündchen hafi stolið senunni þegar hún mætti á veitingastaðinn Jean's í New York, en fatamerkið Frame hélt þar stjörnum prýtt matarboð og var fyrirsætan meðal gestgjafa. Meðal gesta voru Justin Theroux, Sarah Hyland, Ego Nwodim, Sarita Choudhury og Annabelle Wallis. 

Lítið hefur farið fyrir Bündchen síðastliðið árið, en fyrirsætan skildi við íþróttastjörnuna Tom Brady á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. 

mbl.is