Þráði alltaf að eignast stelpu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 11. september 2023

Þráði alltaf að eignast stelpu

Karl kóngur er sagður hafa brugðist afar illa við þegar sonur hans Harry prins kom í heiminn. Hann hafi viljað stelpu.

Þráði alltaf að eignast stelpu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 11. september 2023

Karl III. Bretlandskóngur þráði að eignast stelpu en varð ekki …
Karl III. Bretlandskóngur þráði að eignast stelpu en varð ekki að ósk sinni. AFP

Karl kóngur er sagður hafa brugðist afar illa við þegar sonur hans Harry prins kom í heiminn. Hann hafi viljað stelpu.

Karl kóngur er sagður hafa brugðist afar illa við þegar sonur hans Harry prins kom í heiminn. Hann hafi viljað stelpu.

Díana prinsessa greindi frá þessu í áður óbirtum upptökum sem verða sýndar í heimildarmynd um prinsessuna, Diana: The Rest of Her Story.

Rithöfundurinn Christopher Andersen, sem rannsakað hefur konungsfjölskylduna, fullyrðir að þetta hafi haft mikil áhrif á Díönu prinsessu. Ást hennar til Karls hafi samstundis horfið.

„„Ó, Guð!“ sagði Karl. „Þetta er strákur. Og hann er líka rauðhærður!“ Á þessari stundu, sprakk eitthvað, hjónabandið okkar. Allt fór í vaskinn. Eitthvað inni í mér lokaðist af,“ sagði Díana.

Þessi viðbrögð fóru afar illa í Díönu því foreldrar hennar höfðu vonast eftir að eignast strák þegar hún fæddist. Þau urðu fyrir sárum vonbrigðum.

„Eftir að hafa eignast tvær dætur þá voru foreldrar Díönu sannfærðir um að hún yrði strákur. Þau hugsuðu ekki einu sinni út í að hugsa um stelpunöfn ef svo skyldi ekki verða. Það leið heil vika þar til Díana fékk nafn. Hún ólst upp vitandi að foreldrar hennar vildu hana ekki. Henni fannst hún frá upphafi ekki vera elskuð.“

„Karl lét oft óánægju sína í ljós með að Harry væri ekki aðeins enn einn strákurinn heldur líka að hárið hans væri „ryðgað“,“ segir Andersen.

Harry hefur einnig komið inn á ýmis ummæli föður síns í ævisögu sinni Spare. Þar segir hann frá því að Karl gantaðist oft með að vera ekki raunverulegur faðir Harrys. 

Díana elskaði prinsana sína meira en allt og missti allt …
Díana elskaði prinsana sína meira en allt og missti allt álit á Karli þegar hann fagnaði ekki fæðingu Harrys. AFP
mbl.is