Stal senunni í upphlutsvesti og buxum

Fatastíllinn | 12. september 2023

Stal senunni í upphlutsvesti og buxum

Alþingi var sett í dag og mættu þingmenn í sínu fínasta pússi í vinnuna. Það mátti meðal annars sjá nokkrar þingmenn í íslenska þjóðbúningnum sem og íslenskri nútímahönnun. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stal senunni en hún klæddist buxum við vestið sem fylgir gömlum upphlut.  

Stal senunni í upphlutsvesti og buxum

Fatastíllinn | 12. september 2023

Þingmenn mættu spariklæddir í þingið.
Þingmenn mættu spariklæddir í þingið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi var sett í dag og mættu þingmenn í sínu fínasta pússi í vinnuna. Það mátti meðal annars sjá nokkrar þingmenn í íslenska þjóðbúningnum sem og íslenskri nútímahönnun. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stal senunni en hún klæddist buxum við vestið sem fylgir gömlum upphlut.  

Alþingi var sett í dag og mættu þingmenn í sínu fínasta pússi í vinnuna. Það mátti meðal annars sjá nokkrar þingmenn í íslenska þjóðbúningnum sem og íslenskri nútímahönnun. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stal senunni en hún klæddist buxum við vestið sem fylgir gömlum upphlut.  

Eins og oft áður voru konurnar klæddar í litríkari fatnað en karlmennirnir. Þeir treystu flestir á hefðbundin blá jakkaföt, skyrtu og bindi. 

Klassískt og þjóðlegt

Diljá Mist fékk vestið lánað frá móður sinni og segir hún frá því á samfélagsmiðlum sínum að vestið hafi móðir hennar klæðst við sérstök tilefni. „Vestið var áður í eigu Bryndísar Kristjánsdóttur, eiginkonu Jóns úr Vör, en hún tengdist móðurömmu minni Susie í gegnum Kristniboðssambandið,“ segir Diljá Mist. 

Diljá Mist Einarsdóttir í upphlutsvesti og buxum.
Diljá Mist Einarsdóttir í upphlutsvesti og buxum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þjóðbúningurinn er alltaf góður.
Þjóðbúningurinn er alltaf góður. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í þjóðbúningi.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í þjóðbúningi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kreppa hjá Samfylkingunni

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sendi skýr skilaboð inn í þingveturinn. Það er verðbólga og Kristrún hefur kallað eftir betri stjórn á ríkisfjármálunum. Hún skildi því glansgallann eftir heima og mætti í brúnum flauelsbuxum og jakka í stíl. 

Samfylkingin býr sig undir harðan vetur.
Samfylkingin býr sig undir harðan vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Litríkt og skemmtilegt

Margir þingmenn völdu að klæðast litum eins og sjá má hér að neðan. Lífið er auðvitað miklu skemmtilegra í lit og fallegum kjól. 

Íslensku merkin KronKron og Hildur Yeoman voru með sína fulltrúa …
Íslensku merkin KronKron og Hildur Yeoman voru með sína fulltrúa á þingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra í blússu frá Stinu …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra í blússu frá Stinu Goya. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það var stuð á fólkinu.
Það var stuð á fólkinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rauður, blár, grænn og bleikur.
Rauður, blár, grænn og bleikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is