Aron: Breytist ekki á meðan ég er fyrirliði

Dagmál | 13. september 2023

Aron: Breytist ekki á meðan ég er fyrirliði

„Svo lengi sem ég er fyrirliði þá erum við ekki að fara fá einhverjar svakalegar peningaupphæðir fyrir það að spila fyrir landsliðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Aron: Breytist ekki á meðan ég er fyrirliði

Dagmál | 13. september 2023

„Svo lengi sem ég er fyrirliði þá erum við ekki að fara fá einhverjar svakalegar peningaupphæðir fyrir það að spila fyrir landsliðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

„Svo lengi sem ég er fyrirliði þá erum við ekki að fara fá einhverjar svakalegar peningaupphæðir fyrir það að spila fyrir landsliðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Umgjörðin upp á tíu

Aron, sem er 33 ára gamall, á að baki 165 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 636 mörk en hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2009.

Ólíkt mörgum stórþjóðum í handboltanum fá leikmenn íslenska liðsins ekki borgað fyrir að taka þátt í landsliðsverkefnum.

„Þetta er einstakt og við höfum aðeins notað það sem hvatningu,“ sagði Aron.

„Við viljum hins vegar hafa umgjörðina upp á tíu og við getum í raun ekki kvartað yfir neinu á meðan aðstaðan er jafn góð og hún er, þá erum við bara sáttir.

Þú ert ekki að pæla í einhverjum launum þegar þú klæðir þig í landsliðstreyjuna,“ sagði Aron meðal annars.

Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is