Brúðarkjólahönnuður aldarinnar hættir

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Brúðarkjólahönnuður aldarinnar hættir

Sarah Burton, listrænn stjórnandi Alexander McQueen, mun hætta hjá tískuhúsinu í haust. Burton hannaði meðal annars brúðarkjól Katrínar prinsessu þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins árið 2011. 

Brúðarkjólahönnuður aldarinnar hættir

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Sarah Burton hannaði brúðarkjól Katrínar prinsessu.
Sarah Burton hannaði brúðarkjól Katrínar prinsessu. Samsett mynd

Sarah Burton, listrænn stjórnandi Alexander McQueen, mun hætta hjá tískuhúsinu í haust. Burton hannaði meðal annars brúðarkjól Katrínar prinsessu þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins árið 2011. 

Sarah Burton, listrænn stjórnandi Alexander McQueen, mun hætta hjá tískuhúsinu í haust. Burton hannaði meðal annars brúðarkjól Katrínar prinsessu þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins árið 2011. 

Síðasta tískusýning Burton verður í lok mánaðarins í París. Hún hefur starfað hjá tískuhúsinu í yfir tvo áratugi en hún tók við stöðu listræns stjórnanda þegar Alexander McQueen sjálfur féll frá aðeins fertugur árið 2010. „Ég er svo stolt af öllu sem ég hef gert með teyminu mínu hjá Alexander McQueen,“ sagði Burton meðal annars í yfirlýsingu að því fram kemur á vef The New York Times

Katrín elskar Alexander McQueen

Burton er einn uppáhaldshönnuður Katrínar prinsessu. Brúðarkjóllinn sem hún klæddist þegar prinsessan gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins þótti klassískur og vel heppnaður. Blúnduhálsmálið og ermarnar einkenna meðal annars kjólinn. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa á brúðkaupsdaginn árið 2011.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa á brúðkaupsdaginn árið 2011. AFP/CARL DE SOUZA

Katrín hefur klæðst fötum Burton oft og þegar mikið liggur við velur hún ávallt Alexander McQueen. Hún klæddist til að mynda kápu frá merkinu þegar Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja gengu í hjónaband. Við jarðarför Elísabetar II. Bretadrottningar klæddist hún svartri kápu úr smiðju Alexander McQueen. Þegar systir hennar, Pippa Middleton, gekk í hjónaband klæddist Katrín fallegum bleikum kjól frá merkinu. 

Hjónin Vilhjálmur og Katrín í brúðkaupi Harry og Megan árið …
Hjónin Vilhjálmur og Katrín í brúðkaupi Harry og Megan árið 2018. AFP/ANDREW MATTHEWS
Í jarðarför Elísabetar II.
Í jarðarför Elísabetar II. AFP/ Geoff PUGH
Í brúðkaupi Pippu Middleton og James Matthews árið 2017.
Í brúðkaupi Pippu Middleton og James Matthews árið 2017. AFP/Justin TALLIS
mbl.is