Fór í mömmufrí til Afríku

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Fór í mömmufrí til Afríku

Eugenie prinsessa, dóttir Andrésar Bretaprins, skrapp í frí til Kenía á dögunum með góðum vinum. Eig­inmaður henn­ar Jack Brooks­bank virtist ekki vera með í för en hjónin eignuðust sitt annað barn sam­an í vor. 

Fór í mömmufrí til Afríku

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Eugenie prinsessa og Jack Brooksbank á brúðkaupsdaginn. Þau eiga tvö …
Eugenie prinsessa og Jack Brooksbank á brúðkaupsdaginn. Þau eiga tvö börn í dag. AFP

Eugenie prinsessa, dóttir Andrésar Bretaprins, skrapp í frí til Kenía á dögunum með góðum vinum. Eig­inmaður henn­ar Jack Brooks­bank virtist ekki vera með í för en hjónin eignuðust sitt annað barn sam­an í vor. 

Eugenie prinsessa, dóttir Andrésar Bretaprins, skrapp í frí til Kenía á dögunum með góðum vinum. Eig­inmaður henn­ar Jack Brooks­bank virtist ekki vera með í för en hjónin eignuðust sitt annað barn sam­an í vor. 

Með í ferðinni var hins vegar Caroline Daur, þýskur áhrifavaldur og fyrirsæta. Daur birti myndir af prinsessunni á Instagram-síðu sinni að því fram kemur á vef Daily Mail. Á myndum Daur má sjá myndir af prinsessunni njóta lífsins í góðum hópi vina. Eugenie prinsessa og Daur skelltu líka í eina rándýra sjálfu. 

Ferðinni var heitið til Lamu sem er lítill bær á eyjunni Lamu. Lamu hefur verið á heimsminjaskrá Unesco í rúmlega 20 ár. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa trúlofuðu sig í Kenía.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa trúlofuðu sig í Kenía. AFP/Chris Jackson

Kenía er í miklu uppáhaldi hjá bresku konungsfjölskyldunni að því fram kemur á vef BBC. Vilhjálmur Bretaprins bað Katrínar prinsessu í ferðalagi um Kenía. Bróðir hans, Harry Bretaprins hefur greint frá því að hann hafi fallið fyrir Afríku þegar hann dvaldi í Kenía. 

Harry Bretaprins er líka hrifinn af Kenía.
Harry Bretaprins er líka hrifinn af Kenía. AFP
mbl.is