Guðni og Eliza fagna með kónginum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Guðni og Eliza fagna með kónginum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi í Svíþjóð á morgun.

Guðni og Eliza fagna með kónginum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. mbl.is/Unnur Karen

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi í Svíþjóð á morgun.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi í Svíþjóð á morgun.

Hátíðardagskráin hefst annað kvöld með sýningu í Drottningholm-hallarleikhúsinu og kvöldverði í Drottningholm-höll í kjölfarið.

Forsetahjónin munu sækja messu í Slottskyrkan ásamt konungsfjölskyldunni og öðrum heiðursgestum og fylgjast að því loknu með hyllingu konungs frá svölum konungshallarinnar á föstudagsmorgun.

Þá verður haldið í hádegismat með norrænum þjóðhöfðingjum og með sænsku konungshjónunum. Loks verður hátíðarkvöldverður haldinn í konungshöllinni á föstudagskvöld.

mbl.is