Prinsessa og seiðmaður giftast á næsta ári

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Prinsessa og seiðmaður giftast á næsta ári

Marta Lovísa prinsessa, elsta dóttir Haralds Noregskóngs og Sonju drottningar, ætlar að giftast seiðmanninum Durek Verrett í ágúst á næsta ári.

Prinsessa og seiðmaður giftast á næsta ári

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2023

Marta Lovísa og seiðmaðurinn Durek Verrett hafa ákveðið tíma og …
Marta Lovísa og seiðmaðurinn Durek Verrett hafa ákveðið tíma og stað fyrir brúðkaupið. Skjáskot/Instagram

Marta Lovísa prinsessa, elsta dóttir Haralds Noregskóngs og Sonju drottningar, ætlar að giftast seiðmanninum Durek Verrett í ágúst á næsta ári.

Marta Lovísa prinsessa, elsta dóttir Haralds Noregskóngs og Sonju drottningar, ætlar að giftast seiðmanninum Durek Verrett í ágúst á næsta ári.

Brúðkaupið verður haldið í Noregi nánar tiltekið á Hótel Union í Geiranger. Svæðið er á minjaskrá UNESCO og þykir með því fegursta í Noregi. Hótelið er fyrsta flokks og býður upp á stórkostlegt útsýni og mikla afþreyingu í stórbrotinni náttúru.

Margir hafa hneykslast á vali prinsessunnar á lífsförunaut en seiðmaðurinn þykir óhefðbundinn svo vægt sé til orða tekið og margir sakað hann um skottulækningar. Í heimsfaraldrinum tók hann upp á að selja á heimasíðu sinni gripi sem áttu að hreinsa andann og sigrast á veirunni. Gripirnir kostuðu um 30 þúsund krónur stykkið. Þá hefur hann viðrað þá hugmynd að krabbamein sé val.

Kóngur, drottning og Hákon krónprins hafa hins vegar boðið hann velkominn í fjölskylduna í sameiginlegri tilkynningu sem þau sendu frá sér í vikunni. 

Marta Lovísa er hætt öllum störfum fyrir norsku konungsfjölskylduna til þess að geta einbeitt sér að öðrum störfum með seiðmanninum. Hún heldur prinsessu titlinum en hefur hins vegar fallist á að nota hann ekki í auglýsingaskyni.

Marta Lovísa var áður gift rithöfundinum Ara Behn og eignaðist með honum þrjár dætur. Þau skildu árið 2017 og Behn lést árið 2019. 

Hótel Union í Geiranger er umlukið stórbrotinni náttúrufegurð.
Hótel Union í Geiranger er umlukið stórbrotinni náttúrufegurð. Skjáskot/Instagram
Svæðið er á forminjaskrá UNESCO og segjast brúðhjónin spennt að …
Svæðið er á forminjaskrá UNESCO og segjast brúðhjónin spennt að giftast á þessum fallega stað. Skjáskot/Instagram
Það mun ekki væsa um brúðhjónin.
Það mun ekki væsa um brúðhjónin. Skjáskot/Instagram
Mikið er lagt upp úr heilsusamlegum lífsstíl á hótelinu í …
Mikið er lagt upp úr heilsusamlegum lífsstíl á hótelinu í Geirangri. Skjáskot/Instagram
mbl.is