Úkraínumenn skemmdu tvö rússnesk skip

Úkraína | 13. september 2023

Úkraínumenn skemmdu tvö rússnesk skip

Úkraínski herinn skaut flugskeytum að slippi við höfn Sevastopol-borgar á Krímskaga í nótt, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands.

Úkraínumenn skemmdu tvö rússnesk skip

Úkraína | 13. september 2023

Ser­gei Sjoígú, varn­ar­málaráðherra Rúss­lands.
Ser­gei Sjoígú, varn­ar­málaráðherra Rúss­lands. AFP/Mikhail Metzel

Úkraínski herinn skaut flugskeytum að slippi við höfn Sevastopol-borgar á Krímskaga í nótt, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands.

Úkraínski herinn skaut flugskeytum að slippi við höfn Sevastopol-borgar á Krímskaga í nótt, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands.

Rússar segja að Úkraínumenn hafi notað þrjá sjódróna og þar að auki skotið tíu flugskeytum sem skemmdu tvö skip sem voru í viðgerð.

Loftvarnakerfi Rússa hafi skotið niður sjö flugskeytanna en varnarskipið Vasilí Bíkov eyðilagði alla drónana.

Mikhaíl Rasvojshajev, rússneski héraðsstjóri Sevastopol, segir að 24 hafi slasast í árásinni. Krímskagi hefur verið undir Rússum frá því að rússneski herinn innlimaði landsvæðið árið 2014.

mbl.is