179 milljóna glæsihús á einni hæð í Garðabæ

Heimili | 14. september 2023

179 milljóna glæsihús á einni hæð í Garðabæ

Við Þrastarlund í Garðabæ er að finna glæsilegt 238 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var árið 1973. Eignin hefur verið fallega innréttuð þar sem klassískir hönnunarmunir spila lykilhlutverk. 

179 milljóna glæsihús á einni hæð í Garðabæ

Heimili | 14. september 2023

Húsið hefur verið innréttað á einkar fallegan máta.
Húsið hefur verið innréttað á einkar fallegan máta. Samsett mynd

Við Þrastarlund í Garðabæ er að finna glæsilegt 238 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var árið 1973. Eignin hefur verið fallega innréttuð þar sem klassískir hönnunarmunir spila lykilhlutverk. 

Við Þrastarlund í Garðabæ er að finna glæsilegt 238 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var árið 1973. Eignin hefur verið fallega innréttuð þar sem klassískir hönnunarmunir spila lykilhlutverk. 

Sjarmerandi listaverk grípa augað í stofunni sem er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum. Þar má sjá fallega húsmuni eins og 265 veggljósið frá Flos sem hannað var af Paolo Rizzatto, Butterfly-stólinn eftir Lars Kjerstadius og Big-Foot-kollinn frá 101 Copenhagen. Þá setja fallegir skrautmunir eins og Love Handles-vasinn úr smiðju Önnu Kermiche og Drip-kertastjakinn eftir Pascal Smelik skemmtilegan svip á rýmið. 

Fallegir húsmunir prýða stofuna.
Fallegir húsmunir prýða stofuna.

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi. Í eldhúsi er stílhrein hvít innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi, en góðir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Þá má sjá háf frá Elica í rýminu og snyrtilegt kaffihorn með formfagurri kaffivél og hillu með fallegum bollum. 

Í borðstofunni má sjá hinar klassísku Sjöur úr smiðju Arne Jacobsen í svörtum lit sem tóna falleg við ljósið sem hangir fyrir ofan borðið. 

Eldhúsið er stílhreint og bjart.
Eldhúsið er stílhreint og bjart.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Þrastarlundur 7

mbl.is