Albert tjáir sig um sögusagnirnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2023

Albert tjáir sig um sögusagnirnar

Albert fursti af Mónakó og Charlene prinsessa hafa nú tjáð sig um líf sitt saman í fyrsta skipti síðan hávær orðrómur fór á kreik um að hjónaband þeirra væri bara upp á punt.

Albert tjáir sig um sögusagnirnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2023

Albert og Charlene eru sögð búa í sitthvoru lagi.
Albert og Charlene eru sögð búa í sitthvoru lagi. AFP

Albert fursti af Mónakó og Charlene prinsessa hafa nú tjáð sig um líf sitt saman í fyrsta skipti síðan hávær orðrómur fór á kreik um að hjónaband þeirra væri bara upp á punt.

Albert fursti af Mónakó og Charlene prinsessa hafa nú tjáð sig um líf sitt saman í fyrsta skipti síðan hávær orðrómur fór á kreik um að hjónaband þeirra væri bara upp á punt.

Sögusagnirnar um hjónabandið hafa farið fyrir brjóstið á Alberti fursta og hefur hann tjáð sig um hjónabandið í ítölskum fjölmiðlum.

„Charlene er alltaf við hlið mér. Ég skil ekki þennan orðróm og hann særir mig. Það að hún búi annars staðar, í Sviss, og að það þurfi að bóka tíma til þess að hittast. Þetta eru lygar,“ segir Albert.

Í viðtali við Monaco-Matin segist Charlene vera mun orkumeiri en hún glímdi við erfið veikindi um langa hríð. 

„Ég er hamingjusöm og yfirveguð. Ég fer reglulega í göngutúra og vonast til þess að geta byrjað að æfa aftur sund til þess að byggja upp krafta og þol að nýju,“ segir Charlene í viðtalinu en annars vill hún ekki tjá sig sérstaklega um hjónabandið og vonast til þess að fólk verði á endanum þreytt á sögunum.

Charlene prinsessa og Albert fursti af Mónakó saman á rugby …
Charlene prinsessa og Albert fursti af Mónakó saman á rugby leik fyrir skömmu. AFP
Charlene prinsessa af Mónakó segist vera hamingjusöm.
Charlene prinsessa af Mónakó segist vera hamingjusöm. AFP
Albert fursti blæs á allar sögur um að hjónaband þeirra …
Albert fursti blæs á allar sögur um að hjónaband þeirra sé eitt stórt leikrit. AFP
mbl.is