Meghan lætur sjá sig með Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2023

Meghan lætur sjá sig með Harry prins

Beðið hafði verið eftir því með mikilli eftirvæntingu hvort Meghan hertogynja af Sussex léti sjá sig á Invictus-leikjunum í Þýskalandi. Lítið hefur sést til hjónanna saman að undanförnu og hávær orðrómur um að þau eigi við erfiðleika að etja í hjónabandinu. Meghan hefur að mestu haldið sig í Kaliforníu á meðan Harry ferðast um heiminn og sinnt góðgerðastörfum.

Meghan lætur sjá sig með Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2023

Harry og Meghan virtust ánægð saman á Invictus leikunum í …
Harry og Meghan virtust ánægð saman á Invictus leikunum í Þýskalandi. AFP

Beðið hafði verið eftir því með mikilli eftirvæntingu hvort Meghan hertogynja af Sussex léti sjá sig á Invictus-leikjunum í Þýskalandi. Lítið hefur sést til hjónanna saman að undanförnu og hávær orðrómur um að þau eigi við erfiðleika að etja í hjónabandinu. Meghan hefur að mestu haldið sig í Kaliforníu á meðan Harry ferðast um heiminn og sinnt góðgerðastörfum.

Beðið hafði verið eftir því með mikilli eftirvæntingu hvort Meghan hertogynja af Sussex léti sjá sig á Invictus-leikjunum í Þýskalandi. Lítið hefur sést til hjónanna saman að undanförnu og hávær orðrómur um að þau eigi við erfiðleika að etja í hjónabandinu. Meghan hefur að mestu haldið sig í Kaliforníu á meðan Harry ferðast um heiminn og sinnt góðgerðastörfum.

Nú er Meghan hins vegar mætt til Þýskalands og virðast hjónin alsæl saman á leikjunum sem fara fram í Dusseldorf þessa dagana.

Meghan hélt óundirbúna ræðu í hófi á vegum leikjanna þar sem hún baðst afsökunar á að mæta seint til leikjanna. En hún sagðist hafa misst af fyrstu dögunum þar sem hún þurfti að sinna börnunum sínum, Archie og Lilibet sem eru 4 og 2 ára. Hún hafi meðal annars farið með eldra barnið í skólann og svo keypt handa þeim mjólkurhristinga áður en hún loks fór af landi brott.

„Ég biðst afsökunar á því að vera sein í veisluna. Ég bara þurfti að verja aðeins meiri tíma heima og koma börnunum vel fyrir, kaupa mjólkurhristinga, skutla í skólann,“ sagði Meghan í ræðu sinni sem hún hélt blaðlaust. Þá sagðist hún stolt af samfélaginu sem einkennir leikana og vill taka börnin með á leikana í framtíðinni svo þau geti upplifað þann sérstaka anda sem þar ríkir.

Meghan var smekkleg í peysu frá J Crew, stuttbuxum frá …
Meghan var smekkleg í peysu frá J Crew, stuttbuxum frá Staud og flatbotna skóm frá Chanel. AFP
Hjónin héldust mikið í hendur en hávær orðrómur hefur verið …
Hjónin héldust mikið í hendur en hávær orðrómur hefur verið um ósætti á milli þeirra. AFP
Harry og Meghan léku á als oddi og brugðu á …
Harry og Meghan léku á als oddi og brugðu á leik með börnum á einum viðburðinum. AFP
Það var búið að bíða eftir með mikilli eftirvæntingu að …
Það var búið að bíða eftir með mikilli eftirvæntingu að Meghan léti sjá sig á leikjunum með Harry. AFP
Meghan og Harry veita börnum verðlaun fyrir góða frammistöðu á …
Meghan og Harry veita börnum verðlaun fyrir góða frammistöðu á leikjunum. AFP
mbl.is