Segja einn látinn eftir árás Úkraínumanna

Úkraína | 14. september 2023

Segja einn látinn eftir árás Úkraínumanna

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður á annan tug úkraínskra dróna sem stefndu í átt að Krímskaga, varðskipum á Svartahafi og rússneskum héruðum við landamæri ríkjanna.

Segja einn látinn eftir árás Úkraínumanna

Úkraína | 14. september 2023

Myndir úr gervihnetti sem sýna Sevastopol við Krímskaga.
Myndir úr gervihnetti sem sýna Sevastopol við Krímskaga. AFP/Black Sky

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður á annan tug úkraínskra dróna sem stefndu í átt að Krímskaga, varðskipum á Svartahafi og rússneskum héruðum við landamæri ríkjanna.

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður á annan tug úkraínskra dróna sem stefndu í átt að Krímskaga, varðskipum á Svartahafi og rússneskum héruðum við landamæri ríkjanna.

Héraðsstjóri Kursk-hérðas í Rússlandi segir einn látinn.

„Um klukkan 5 í morgun, gerðu úkraínskar hersveitir tilraun til að ráðast á varðskipið Segeri Kótov á Svartahafi með fimm ómönnuðum bátum,“ segir í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins.

Þar kemur einnig fram að bátarnir hafi verið eyðilagðir með skotum frá vopnabúnaði skipsins.

Þá hafi loftvarnabúnaður eyðilagt 11 ómönnuð loftför yfir Krímskaga og sex loftför til viðbótar yfir Brjansk-héraði í Rússlandi, sem er staðsett mitt á milli Kænugarðs og Moskvu.

Greinir frá dauðsfalli

Úkraínumenn halda því fram að í árásinni hafi S-400 loftvarnakerfi, nálægt borginni Jevpatoría á vesturströnd Krímskaga, verið eyðilagt.

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur ekki gert grein fyrir því hvort að árásirnar hafi valdið skemmdum eða mannfalli.

Róman Starovojt, héraðsstjóri Kursk-héraðs í Rússlandi, hefur greint frá einu dauðsfalli í bænum Tjótkínó, skammt frá landamærunum, í kjölfar árásanna í nótt.

„Ökumaður lyftara hlaut banvæna áverka. Maðurinn dó áður en sjúkrabíllinn kom,“ segir Starovojt.

Þá sagði hann rafmagnslínu hafa eyðilagst eftir árás við þorpið Gordeevka, um 40 kílómetra austur at Tjótkínó. 

mbl.is