Úkraínski flugherinn segir loftvarnabúnað hafa eyðilagt 17 af 22 rússneskum drónum sem gerðu atlögu að úkraínskum héruðum í nótt.
Úkraínski flugherinn segir loftvarnabúnað hafa eyðilagt 17 af 22 rússneskum drónum sem gerðu atlögu að úkraínskum héruðum í nótt.
Úkraínski flugherinn segir loftvarnabúnað hafa eyðilagt 17 af 22 rússneskum drónum sem gerðu atlögu að úkraínskum héruðum í nótt.
Samkvæmt færslu hersins á Telegram voru árásirnar gerðar frá þremur mismunandi staðsetningum í nótt á tímabili sem spannaði fimm og hálfa klukkustund.
Sagði þar enn fremur að drónarnir, sem eru sagðir vera framleiddir í Íran, hafi stefnt í átt að Mikolæv-, Saporísja-, Dníprópetrovsk-, og Súmí-héruðunum.
Ekki er tekið fram hvort drónarnir hafi náð að valda eyðileggingu eða hvort mannfall hafi orðið.
Þá var ekki tilgreint hvar drónarnir voru eyðilagðir af loftvarnabúnaðinum.