Það var stuð og stemning í Andrá við Laugaveg síðastliðinn laugardag þegar verslunin fagnaði tveggja ára afmæli sínu. Þangað mætti tískudrottningar landsins og skáluðu á meðan Countess Malaise flutti tónlist, en að því loknu var það DJ Karítas sem hélt uppi stemningunni.
Það var stuð og stemning í Andrá við Laugaveg síðastliðinn laugardag þegar verslunin fagnaði tveggja ára afmæli sínu. Þangað mætti tískudrottningar landsins og skáluðu á meðan Countess Malaise flutti tónlist, en að því loknu var það DJ Karítas sem hélt uppi stemningunni.
Það var stuð og stemning í Andrá við Laugaveg síðastliðinn laugardag þegar verslunin fagnaði tveggja ára afmæli sínu. Þangað mætti tískudrottningar landsins og skáluðu á meðan Countess Malaise flutti tónlist, en að því loknu var það DJ Karítas sem hélt uppi stemningunni.
Skandinavísk hönnun er í forgrunni í versluninni, en þar má finna mörg af vinsælustu merkjunum um þessar mundir. Það er því óhætt að segja að það sé skandinavískur blær yfir versluninni, ekki bara á fataslánum heldur einnig í hönnun verslunarinnar.
Af myndum að dæma skemmtu gestir sér vel í partíinu, en þangað mættu meðal annars Nicholas Parnell sem er global sales director hjá danska fatamerkinu Stine Goya, tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir og Aron Freyr Heimisson, grafískur hönnuður og annar eigandi Mikado.