Tvíburarnir ekki lengur saman í bekk

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2023

Tvíburarnir ekki lengur saman í bekk

Charlene prinsessa opnar sig um fjölskyldulífið í Monaco-Matin. Jacques og Gabriella eru byrjuð aftur í skóla eftir sumarfrí en með öðrum hætti en áður. Þau verða í fyrsta skipti ekki saman í bekk.

Tvíburarnir ekki lengur saman í bekk

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2023

Fjölskyldan saman komin. Börnin eru nú átta ára gömul.
Fjölskyldan saman komin. Börnin eru nú átta ára gömul. AFP

Charlene prinsessa opnar sig um fjölskyldulífið í Monaco-Matin. Jacques og Gabriella eru byrjuð aftur í skóla eftir sumarfrí en með öðrum hætti en áður. Þau verða í fyrsta skipti ekki saman í bekk.

Charlene prinsessa opnar sig um fjölskyldulífið í Monaco-Matin. Jacques og Gabriella eru byrjuð aftur í skóla eftir sumarfrí en með öðrum hætti en áður. Þau verða í fyrsta skipti ekki saman í bekk.

„Þetta er stórt skref en tilfinningin er góð,“ segir Charlene en hún og Albert fursti fylgdu börnunum saman í skólann fyrsta skóladaginn.

„Þau voru bæði mjög spennt að hitta aftur vini sína eftir langt sumarfrí. Eins og allir nemendur upplifa, þá voru væntingarnar miklar. Þau hugsuðu mikið út í nýja vini, kennara og hverju þau skyldu klæðast fyrsta skóladaginn. Þau spurðu samt út í hvenær næsta frí yrði!“

Tvíburarnir afar ólíkir

Charlene segir að börnin séu afar ólík. „Gabriella er hvatvís og ófeimin. Jacques heldur sig meira til hlés og fylgist með. Þau bæta að vissu leyti hvort annað upp og stilla sig inn á umhverfið. Þau eru enn ung og taka breytingum dag frá degi.“

Charlene var sjálf mikil íþróttakona á yngri árum og vann til verðlauna fyrir afrek í sundi. Hún segir að þau hjónin leggi upp úr því að börnin læri að synda. „Það hefur alltaf verið okkur mikilvægt að þau læri að synda og óttist ekki vatnið. Í dag eru þau mjög fær í sundi og prinsinn fer oft með þau í sund.“

Pressa ekki á börnin að æfa af kappi

„Almennt þá hefur Gabriella mikinn áhuga á hip-hop dansi og Jacques æfir taekwondo. Mestu máli skiptir að mennta þau vel og veita þeim sjálfsöryggi og hamingjusama æsku. Ég vil ekki endilega ýta þeim út í stífar æfingar. Við hjónin kepptum bæði á Ólympíuleikum. Það er mjög krefjandi og krefst stanslausrar þjálfunar. Ég hef upplifað á eigin skinni að slíkt getur tekið yfir barnæskuna.“

Charlene segist hafa haft strax á unga aldri metnað til þess að verða besti sundmaður í heimi. „Ég hef alltaf elskað að synda. Frá því ég var barn í Zimbabwe. Ég hoppaði í laugina með hundinum mínum og móðir mín kenndi mér að synda. Móðir mín æfði dýfingar og var alltaf að segja mér hvað hún hefði þráð heitt að keppa á Ólympíuleikunum. En á þeim tíma voru stjórnmálalegar aðstæður í landinu þess eðlis að hún gat ekki keppt. Hún fékk ekki að láta draum sinn rætast, sama hvað hún æfði. Þessi draumur varð því að mínum. Að sigra á Ólympíuleikum. Foreldrar mínir studdu mig en þetta fól í sér miklar fórnir fyrir mig og fjölskyldu mína.“

 

Tvíburarnir Jacques og Gabríella með föður sínum.
Tvíburarnir Jacques og Gabríella með föður sínum. AFP
mbl.is