Anna Pálmadóttir fagnaði með Blake Lively og Ryan Reynolds

Hverjir voru hvar | 15. september 2023

Anna Pálmadóttir fagnaði með Blake Lively og Ryan Reynolds

Ljósmyndarinn Anna Pálmadóttir og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Guy Aroch, gáfu nýverið út glæsilegt tímarit, Spectacle Book. Útgáfunni fögnuðu þau í góðum félagsskap með engum öðrum en Hollywood-hjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds. 

Anna Pálmadóttir fagnaði með Blake Lively og Ryan Reynolds

Hverjir voru hvar | 15. september 2023

Guy Aroch, Sun Aroch, Blake Lively, Ryan Reynolds, Anna Pálmadóttir …
Guy Aroch, Sun Aroch, Blake Lively, Ryan Reynolds, Anna Pálmadóttir og Leyla Blue fögnuðu saman. Skjáskot/Instagram

Ljósmyndarinn Anna Pálmadóttir og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Guy Aroch, gáfu nýverið út glæsilegt tímarit, Spectacle Book. Útgáfunni fögnuðu þau í góðum félagsskap með engum öðrum en Hollywood-hjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds. 

Ljósmyndarinn Anna Pálmadóttir og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Guy Aroch, gáfu nýverið út glæsilegt tímarit, Spectacle Book. Útgáfunni fögnuðu þau í góðum félagsskap með engum öðrum en Hollywood-hjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds. 

Lively birti langa færslu um tímaritið á Instagram-reikningi sínum þar sem hún fór fögrum orðum um þau Önnu og Guy og lofaði tímaritið upp í hástert. Með færslunni birti hún skemmtilega myndaröð frá kvöldinu. 

„The Speculate Book er ástæðan fyrir því að ég fór út úr húsi í kristalpilsi. Þannig veistu að það er gott. Uppáhaldsljósmyndararnir mínir (og nánir vinir, því vertu vinur allra sem láta þig líta eins vel út og líða eins vel og þau gera) Guy og Anna hafa búið til svo tímalaust verk með þessu tímariti,“ skrifaði hún meðal annars í færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by Blake Lively (@blakelively)

mbl.is