Forsetahjónin prúðbúin í Stokkhólmi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. september 2023

Forsetahjónin prúðbúin í Stokkhólmi

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú taka þátt í hátíðahöld­um í til­efni 50 ára krýn­ing­araf­mæl­is Karls XVI. Gúst­afs Sví­a­kon­ungs í Stokk­hólmi í Svíþjóð þessa dagana. Íslensku forsetahjónin voru prúðbúin í heimsókninni. 

Forsetahjónin prúðbúin í Stokkhólmi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. september 2023

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid í Stokkhólmi í dag.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid í Stokkhólmi í dag. AFP/Jonathan NACKSTRAND

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú taka þátt í hátíðahöld­um í til­efni 50 ára krýn­ing­araf­mæl­is Karls XVI. Gúst­afs Sví­a­kon­ungs í Stokk­hólmi í Svíþjóð þessa dagana. Íslensku forsetahjónin voru prúðbúin í heimsókninni. 

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú taka þátt í hátíðahöld­um í til­efni 50 ára krýn­ing­araf­mæl­is Karls XVI. Gúst­afs Sví­a­kon­ungs í Stokk­hólmi í Svíþjóð þessa dagana. Íslensku forsetahjónin voru prúðbúin í heimsókninni. 

Í dag, föstudaginn 15. september, eru 50 ár liðin síðan Karl Gústaf var krýndur konungur. Af því tilefni var messa og konungfjölskyldan kom fram á svalir konungshallarinnar í Stokkhólmi. Íslensku forsetahjónunum var boðið í hádegismat með sænsku konungshjónunum ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjunum. 

Sænska konungsfjölskyldan fagnaði krýningarafmælinu í konungshöllinni í Stokkhólmi.
Sænska konungsfjölskyldan fagnaði krýningarafmælinu í konungshöllinni í Stokkhólmi. AFP/Jonathan NACKSTRAND

Guðni og Eliza voru fallega klædd í morgundagskránni í dag. Þau eru orðin vön að umgangast kóngafólk og var Eliza í sama bláa kjólnum og hún klæddist við krýningu Karls Bretakonungs fyrr á árinu. Við kjólinn var hún með dökkbláa spöng en konurnar báru ýmist spangir eða hatta. Guðni var í jakkafötum og með bindi í öllum regnbogans litum. Í kvöld er hátíðarkvöldverður og þá má búast við enn glæsilegri fatnaði eins og kóngafólki er einu lagið. 

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid í heimsókn í …
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid í heimsókn í Stokkhólmi. AFP/Jonathan NACKSTRAND
Karl XVI. Gúst­af Sví­a­kon­ungur og Silvía drottning hans.
Karl XVI. Gúst­af Sví­a­kon­ungur og Silvía drottning hans. AFP/Jonathan NACKSTRAND
Viktoría krónprinsessa Svía og Daníel prins.
Viktoría krónprinsessa Svía og Daníel prins. AFP/ Jonathan NACKSTRAND
Karl Fil­ipp­us Svíaprins og eig­in­kona hans Soffía prins­essa.
Karl Fil­ipp­us Svíaprins og eig­in­kona hans Soffía prins­essa. AFP/Jonathan NACKSTRAND
Margrét Þórhildur Danadrottning lét sig ekki vanta.
Margrét Þórhildur Danadrottning lét sig ekki vanta. AFP/Jonathan NACKSTRAND
Friðrik Krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa.
Friðrik Krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa. AFP
Magda­lena Svíaprins­essa og eiginmaður hennar, Christopher O'Neillfor.
Magda­lena Svíaprins­essa og eiginmaður hennar, Christopher O'Neillfor. AFPY Jonathan NACKSTRAND
mbl.is