Mette Marit krónprinsessa Noregs þarf að fresta öllum konunglegum skyldustörfum vegna veikinda. Hún mun vera frá vinnu í að minnsta kosti tvær vikur eða lengur, er haft eftir norsku höllinni.
Mette Marit krónprinsessa Noregs þarf að fresta öllum konunglegum skyldustörfum vegna veikinda. Hún mun vera frá vinnu í að minnsta kosti tvær vikur eða lengur, er haft eftir norsku höllinni.
Mette Marit krónprinsessa Noregs þarf að fresta öllum konunglegum skyldustörfum vegna veikinda. Hún mun vera frá vinnu í að minnsta kosti tvær vikur eða lengur, er haft eftir norsku höllinni.
Mette Marit átti að fylgja Hákoni krónprins til Svíþjóðar þar sem til stendur að fagna valdaafmæli Karls Gústafs Svíakonungs. Haraldur kóngur og Sonja drottning verða þar einnig viðstödd. Þá átti hún einnig að ferðast vítt og breitt um Noreg en verður að slá öllum ferðalögum á frest.
Mette Marit greindist með lungnatrefjun árið 2018 sem veldur óþarfri vefjamyndun í lungunum sem leiðir af sér að það dregur úr teygjanleika lungnablaðranna með tilheyrandi öndunarerfiðleikum. Hún þykir óvenju ung til þess að fá þennan sjúkdóm en hann er sagður herja helst á fólk í kringum sjötugt. Mette Marit fagnaði fimmtugsafmæli sínu á dögunum.
Prinsessan heldur einkennunum niðri með lyfjum en þarf að passa sig á að ofgera sér ekki. Þol hennar sé mun minna en áður.