Mary prinsessa í sex ára gömlum kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. september 2023

Mary prinsessa í sex ára gömlum kjól

Mary krónprinsessa Danmerkur þótti einstaklega glæsileg þegar hún mætti til veisluhalda í sænsku höllinni í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Karls Gústafs XVI. Svíakonungs í Stokkhólmi.

Mary prinsessa í sex ára gömlum kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. september 2023

Mary krónprinsessa þótti einstaklega glæsileg í sex ára gömlum síðkjól …
Mary krónprinsessa þótti einstaklega glæsileg í sex ára gömlum síðkjól eftir danska hönnuðinn Lasse Spangenberg. Skjáskot/Instagram

Mary krónprinsessa Danmerkur þótti einstaklega glæsileg þegar hún mætti til veisluhalda í sænsku höllinni í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Karls Gústafs XVI. Svíakonungs í Stokkhólmi.

Mary krónprinsessa Danmerkur þótti einstaklega glæsileg þegar hún mætti til veisluhalda í sænsku höllinni í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Karls Gústafs XVI. Svíakonungs í Stokkhólmi.

Krónprinsessan kaus að klæðast ekki nýjum kjól fyrir tilefnið heldur valdi hún sex ára gamlan kjól sem hún hefur áður klæðst tvisvar sinnum opinberlega. Kjóllinn er hlýralaus síðkjóll úr smiðju danska hönnuðarins Lasse Spangenberg. 

Í þetta skipti bætti prinsessan við svörtu belti og hafði svarta slæðu um hálsinn sem náði niður á gólf og líktist hún einna helst Hollywood-stjörnu frá gullöldum kvikmyndanna.

Mary krónprinsessa var ekki sú eina sem endurnýtti gamlan kjól fyrir tilefnið. Forsetafrú Íslands, Elíza Reid, gerði slíkt hið sama og klæddist bláum kjól sem hún var áður við krýningu Karls III. Bretlandskonungs.

Margrét Þórhildur drottning Danmerkur, Mary prinsessa og Friðrik krónprins Danmerkur …
Margrét Þórhildur drottning Danmerkur, Mary prinsessa og Friðrik krónprins Danmerkur mæta til veislu í sænsku höllinni. AFP
Prinsessan líktist helst kvikmyndastjörnu gulláranna.
Prinsessan líktist helst kvikmyndastjörnu gulláranna. Skjáskot/Instagram
Prinsessan klæddist þessum kjól einnig árið 2018 en var þá …
Prinsessan klæddist þessum kjól einnig árið 2018 en var þá hvorki með slæðu né belti við kjólinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is