Selenskí fer aftur á fund Bidens

Úkraína | 15. september 2023

Selenskí fer aftur á fund Bidens

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mun í annað sinn heimsækja Hvíta Húsið til þess að óska eftir auknum stuðning frá Bandaríkjunum í stríðinu við Rússland.

Selenskí fer aftur á fund Bidens

Úkraína | 15. september 2023

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí.
Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mun í annað sinn heimsækja Hvíta Húsið til þess að óska eftir auknum stuðning frá Bandaríkjunum í stríðinu við Rússland.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mun í annað sinn heimsækja Hvíta Húsið til þess að óska eftir auknum stuðning frá Bandaríkjunum í stríðinu við Rússland.

Bandaríkin hafa þegar veitt Úkraínu mesta hjálp í stríðinu og fært þeim milljarða bandaríkjadala.

Selenskí mun ferðast til Washington á þriðjudag. Hann mun funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta og bandaríska þinginu. Biden hefur um hríð leitast eftir því að styðja Úkraínu enn frekar en þingmenn repúblikanaflokksins hafa gjarnan verið tvístígandi í þeim málaflokki að undanförnu.

Ferð forsetans til Bandaríkjanna mun koma í kjölfarið á fundi með þjóðarleiðtogum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Mikilvæg tímasetning

Jake Sullivan, varnarmálaráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ferðin komi á mikilvægum tíma, þar sem gagnsókn Úkraínumanna standi nú yfir.

Sullivan segir að Biden muni ítreka sína „skuldbindingu við að leiða heiminn í stuðningi við Úkraínu, á meðan hún ver sjálfstæði sitt, fullveldi og landhelgi“.

Sullivan ber þá heimsókn Selenskís til Bandaríkjanna saman við för Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fund Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þar óskaði Pútín eftir stuðningi frá Kóreumönnum í formi vopna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Peningnum betur borgið heima

Efasemdir eru aftur á móti um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu til framtíðar. Þingið hefur frest til 30. september til þess að samþykkja auknar fjárveitingar til Úkraínu.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og helsti keppinautur Bidens í komandi forsetakosningum, hefur gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu.

Jafnframt hefur hann sagt að það muni gagnast Bandaríkjunum meira að verja peningunum heima. 

Þá spáir Trump því að Pútín muni vinna stríðið, en Trump hefur gjarnan talað vel um Rússlandsforsetann.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/Joe Raedle
mbl.is