Sveik Rússland og seldi herbúnað til Bandaríkjanna

Rússland | 15. september 2023

Sveik Rússland og seldi herbúnað til Bandaríkjanna

Rússneskur maður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir að flytja herbúnað til Bandaríkjanna.

Sveik Rússland og seldi herbúnað til Bandaríkjanna

Rússland | 15. september 2023

Dómstóll hefur dæmt Sergei Kabanov fyrir alvarlegt föðurlandssvik. Kabanov var …
Dómstóll hefur dæmt Sergei Kabanov fyrir alvarlegt föðurlandssvik. Kabanov var handtekinn árið 2021. AFP

Rússneskur maður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir að flytja herbúnað til Bandaríkjanna.

Rússneskur maður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir að flytja herbúnað til Bandaríkjanna.

Rússneskir miðlar greina frá því að dómstóll í borginni Tver hafi dæmt Sergei Kabanov fyrir alvarleg föðurlandssvik. Kabanov var handtekinn árið 2021.

Var hann sakaður um að skipuleggja smyglarahring til þess að senda „vörur sem nýttar eru í framleiðslu á rússneskum flugskeytum“ til Bandarísks fyrirtækis, að því er segir í yf­ir­lýs­ingu rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar (FSB). Þá á hann einnig að hafa selt búnað sem fer í loftvarnarkerfi Rússa.

Því er haldið fram að búnaðinum hafi verið smyglað í gegn um Lettland til bandarísks fyrirtækis að nafni Victory Procuremend Services, sem er „stjórnað af varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna“.

Aftur á móti kemur fram í yfirlýsingu FSB að búið sé að „eyða“ leiðinni sem hann notaði til þess að smygla búnaðinum.

mbl.is