Svissnenski lúxusúraframleiðandinn Vacheron Constantin heiðrar íslenska jökla með nýju demantsúri í samstarfi við listakonuna og landkönnuðinn Zariu Forman sem er jafnframt andlit úrsins.
Svissnenski lúxusúraframleiðandinn Vacheron Constantin heiðrar íslenska jökla með nýju demantsúri í samstarfi við listakonuna og landkönnuðinn Zariu Forman sem er jafnframt andlit úrsins.
Svissnenski lúxusúraframleiðandinn Vacheron Constantin heiðrar íslenska jökla með nýju demantsúri í samstarfi við listakonuna og landkönnuðinn Zariu Forman sem er jafnframt andlit úrsins.
Vacheron Constantin er einn af elstu úraframleiðendum heims og hefur framleitt úr og klukkur frá því fyrirtækið var stofnað árið 1755.
Úrið er partur af nýrri herferð fyrirtækisins, One of Not Many, með Forman í aðalhlutverki. Skífa úrsins er 35 mm breið og 9,33 mm þykk og virkar óháð kyni. Bæði hulstrið og armbandið eru úr 18 karata rósagulli á meðan skífan er gyllt með satínburstuðu yfirborði. Í kringum ramman eru svo 90 kringlóttir demantar.
Úrið kemur með tveimur aukaólum, annað er úr hvítu kálfaskinnsleðri og hitt úr hvítu gúmmíi.
Í samtali við Robb Report lýsir Forman hrifningu sinni á landslagi Íslands, þar á meðal áhuga sínum á jöklum sem eru að hverfa í sjóinn. „Ég sýni fegurð þess sem við gætum tapað í listaverkum mínum til að veita fólki innblástur. Þegar þú verður ástfangin af einhverju vilt þú vernda það,“ segir hún.
Úrið var kynnt í vikunni á Íslandi og deildi Forman myndskeiði frá deginum á Instagram-reikningi sínum.