Guðni og Eliza í sínu fínasta pússi hjá Svíakonungi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. september 2023

Guðni og Eliza í sínu fínasta pússi hjá Svíakonungi

Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid voru í sínu fínasta pússi þegar þau voru gestir Karls 16. Gústafs Svíakonungs í sænsku konungshöllinni. Guðni segir að gaman hafi verið í veislunni. 

Guðni og Eliza í sínu fínasta pússi hjá Svíakonungi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. september 2023

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Margrét Þórhildur Danadrottning, Karl 16. Gústaf …
Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Margrét Þórhildur Danadrottning, Karl 16. Gústaf Svíakonungur, Haraldur 5. Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands standa. Fyrir neðan þau sitja Jenni Haukio, forsetafrú Finnlands, Silvía Svíadrottning, Sonja Noregsdrottning og Eliza Reid, forsetafrú Íslands. Ljósmynd/Sænska konungshöllin

Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid voru í sínu fínasta pússi þegar þau voru gestir Karls 16. Gústafs Svíakonungs í sænsku konungshöllinni. Guðni segir að gaman hafi verið í veislunni. 

Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid voru í sínu fínasta pússi þegar þau voru gestir Karls 16. Gústafs Svíakonungs í sænsku konungshöllinni. Guðni segir að gaman hafi verið í veislunni. 

„Þjóðhöfðingjum ríkja á Norðurlöndum var boðið til veislunnar og var gaman að hitta þá og fleiri gesti í sænsku konungshöllinni. Í ræðum undir borðum var meðal annars rakið hversu mikið sænskt samfélag hefur breyst í tíð Karls Gústafs en stuðningur við konungdæmið hafi þó sjaldan verið meiri. Einnig var vikið að mikilvægi norrænnar samvinnu og má taka undir það,“ segir Guðni um hátíðarhöldin. 

Guðni birti einnig fjölskyldumyndir sem teknar voru af þjóðhöfðingjum Norðurlanda, ásamt mökum og ríkisörfum þar sem þar á við. 

Fylgdi Noregsdrottningu inn

Hálf öld er liðin frá því Karl 16. Gústaf var krýndur konungur Svíþjóðar og var slegið upp veislu í höllinni af því tilefni. 

Þá fylgdi forsetinn Sonju Noregsdrottningu inn til kvöldverðarins en sessunautur hans var Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar.

Sonja Noregsdrottning og Guðni forseti.
Sonja Noregsdrottning og Guðni forseti. AFP/Anders Wiklund
mbl.is