Prinsessan í H&M-kjól af mömmu sinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. september 2023

Prinsessan í H&M-kjól af mömmu sinni

50 ár eru liðin síðan að Karl Gúst­af XVI. var krýnd­ur kon­ung­ur Svíþjóðar. Í tilefni af því var blásið til mikilla veisluhalda í sænsku höllinni.

Prinsessan í H&M-kjól af mömmu sinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. september 2023

Mæðgurnar hafa báðar klæðst þessum kjól úr smiðju H&M.
Mæðgurnar hafa báðar klæðst þessum kjól úr smiðju H&M. Skjáskot/Instagram-Kungehuset

50 ár eru liðin síðan að Karl Gúst­af XVI. var krýnd­ur kon­ung­ur Svíþjóðar. Í tilefni af því var blásið til mikilla veisluhalda í sænsku höllinni.

50 ár eru liðin síðan að Karl Gúst­af XVI. var krýnd­ur kon­ung­ur Svíþjóðar. Í tilefni af því var blásið til mikilla veisluhalda í sænsku höllinni.

Fyrsta kvöldið var Viktoría krónprinsessa í appelsínugulum síðkjól eftir Christer Lindarw og með skrautlega eyrnalokka sem voru í stíl við kjólinn. Blómaskreytingin á kjólnum er eftir Tim Mårtenson.

Það sem vakti þó mestu athygli var kjóll dóttur Viktoríu. Hin ellefu ára gamla Estelle var í fallegum grænum kjól af mömmu sinni en kjóllinn er úr Conscious fatalínu sænska tískurisans H&M. 

Estelle er ekki eina prinsessan sem fær að laumast í fataskáp móður sinnar. Ingiríður prinsessa af Noregi hefur einnig sést í gömlum fötum af Mette Marit sem og Ísabella prinsessa Danmerkur sem klæðist reglulega buxnadrögtum Mary krónprinsessu.

Viktoría krónprinsessa hefur nokkrum sinnum klæðst þessum fallega græna kjól.
Viktoría krónprinsessa hefur nokkrum sinnum klæðst þessum fallega græna kjól. Skjáskot/Instagram
Estelle var falleg í kjól mömmu sinnar. Hér leiðir hún …
Estelle var falleg í kjól mömmu sinnar. Hér leiðir hún yngri bróður sinn Óskar. Skjáskot/Instagram
Fjölskyldan saman að fagna krýningarafmæli kóngsins.
Fjölskyldan saman að fagna krýningarafmæli kóngsins. AFP
Viktoría prinsessa var glæsileg í appelsínugulum kjól og silfurlitað veski …
Viktoría prinsessa var glæsileg í appelsínugulum kjól og silfurlitað veski og skó við. Skjáskot/Instagram
mbl.is