Katrín prinsessa af Wales skartaði nýrri hárgreiðslu þegar hún heimsótti fangelsi á dögunum.
Katrín prinsessa af Wales skartaði nýrri hárgreiðslu þegar hún heimsótti fangelsi á dögunum.
Katrín prinsessa af Wales skartaði nýrri hárgreiðslu þegar hún heimsótti fangelsi á dögunum.
Hárið er nú skipt í miðju og fallegir brúnir og ljósir tónar einkenna háralitinn. Hárgreiðslan þykir mjög í anda sjöunda áratugarins þar sem síðir lokkar og vel blásnir toppar réðu ríkjum.
Venjulega er Katrín með mun sléttara hár og með skiptinguna til hliðar. Stílistar segja í samtali við Daily Mail að Katrín sé að sýna að hún sé viljug að tileinka eitthvað nýtt og fagna þessum tilraunum hennar. „Það er frábært að sjá hana leika sér með mismunandi síddir og fá meiri lyftingu í hárið,“ segir Lisa Talbot stílisti. „Hún er klárlega að sýna að hún sé ung, nútímakona sem hikar ekki við að breytast með tímanum og prófa eitthvað nýtt.“