Sér eftir fyllingarefnum sem hún fékk sér ung

Snyrtibuddan | 16. september 2023

Sér eftir fyllingarefnum sem hún fékk sér ung

Tónlistarkonan Ariana Grande sýndi aðdáendum sínum húðumhirðu- og förðunarrútínu sína á Youtube-síðu Vogue á dögunum, en myndskeiðið varð fljótt tilfinningaríkt þegar Grande viðurkenndi að hafa fengið sér mikið af fyllingarefnum í varirnar þegar hún var yngri. 

Sér eftir fyllingarefnum sem hún fékk sér ung

Snyrtibuddan | 16. september 2023

Ariana Grande talaði opinskátt um reynslu sína af fyllingarefnum við …
Ariana Grande talaði opinskátt um reynslu sína af fyllingarefnum við Vogue. AFP

Tónlistarkonan Ariana Grande sýndi aðdáendum sínum húðumhirðu- og förðunarrútínu sína á Youtube-síðu Vogue á dögunum, en myndskeiðið varð fljótt tilfinningaríkt þegar Grande viðurkenndi að hafa fengið sér mikið af fyllingarefnum í varirnar þegar hún var yngri. 

Tónlistarkonan Ariana Grande sýndi aðdáendum sínum húðumhirðu- og förðunarrútínu sína á Youtube-síðu Vogue á dögunum, en myndskeiðið varð fljótt tilfinningaríkt þegar Grande viðurkenndi að hafa fengið sér mikið af fyllingarefnum í varirnar þegar hún var yngri. 

Grande barðist við tárin þegar hún talaði af einlægni um reynslu sína af fyllingarefnum á yngri árum. „Fullt gagnsæi, sem manneskja í förðunarbransanum, ég hef fengið mér fullt af fyllingaefni í varirnar í gegnum árin og bótox. Ég hætti árið 2018 vegna þess að mér fannst það bara svo ... of mikið. Mér fannst bara eins og ég væri að fela mig,“ sagði hún. 

Förðunin snerist um að fela sig

„Í langan tíma snerist förðun um að fela mig og núna finnst mér eins og það sé kannski ekki þannig síðan ég hætti að fá fyllingarefni og bótox,“ bætti hún við, en Grande var aðeins 16 ára gömul þegar hún öðlaðist heimsfrægð og segir samband hennar við förðun og fegurð hafa breyst mikið síðan þá.

Grande tók þó fram að hún hefði ekki á móti því að fá sér fyllingarefni eða bótox aftur einhvertímann í framtíðinni, en í bili ætli hún að fagna vel áunnum grátlínum og broslínum. 

mbl.is