335 milljóna útsýnisperla í Garðabæ

Heimili | 17. september 2023

335 milljóna útsýnisperla í Garðabæ

Við Víkurgötu í Garðabæ er að finna tignarlegt 386 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2019, en það var Baldur Svavarsson hjá Úti og Inni Arkitektum sem sá um hönnun og teikningu þess. Húsið er staðsett á flottum útsýnisstað við Urriðavatn í Urriðaholti.

335 milljóna útsýnisperla í Garðabæ

Heimili | 17. september 2023

Ásett verð er 335 milljónir.
Ásett verð er 335 milljónir. Samsett mynd

Við Víkurgötu í Garðabæ er að finna tignarlegt 386 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2019, en það var Baldur Svavarsson hjá Úti og Inni Arkitektum sem sá um hönnun og teikningu þess. Húsið er staðsett á flottum útsýnisstað við Urriðavatn í Urriðaholti.

Við Víkurgötu í Garðabæ er að finna tignarlegt 386 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2019, en það var Baldur Svavarsson hjá Úti og Inni Arkitektum sem sá um hönnun og teikningu þess. Húsið er staðsett á flottum útsýnisstað við Urriðavatn í Urriðaholti.

Alls eru þrjár íbúðir í húsinu ásamt bílskúr. Á efri hæð hússins er 153 fm íbúð sem státar af tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu alrými, en aukin lofthæð og stórir gluggar gefa rýminu mikinn glæsibrag. 

Í stofunni fær hið formfagra Vertigo-ljós að njóta sín til fulls, en ljósið hannaði Constance Guisset árið 2009. Það kemur vel út við hráa steypta veggi sem skapa skemmtilegan karakter í rýminu.

Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið og veita …
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið og veita fallegt útsýni.
Hrá steypuáferð gefur rýminu skemmtilegan karakter.
Hrá steypuáferð gefur rýminu skemmtilegan karakter.

Brasilískur marmari og innfelldur arinn

Á neðri hæð hússins eru tvær íbúðir, annars vegar 163 fm íbúð og hins vegar 35 fm stúdíóíbúð með sér inngangi sem hefur verið skemmtilega skipulögð.

Í stærri íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi, þar af er glæsileg hjónasvíta með fataherbergi og sérbaðherbergi með baðkari og marmaraflísum á gólfi og veggjum. 

Á báðum hæðum í stærri íbúðunum eru glæsilegar og stílhreinar innréttingar með brasilískum marmara í eldhúsi, sjarmerandi innfelldur arinn í stofu og stórir gluggar með fallegu útsýni. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Víkurgata 11 

Guðdómlegur brasilískur marmari prýðir eldhúsinnréttingar í stærri íbúðunum tveimur.
Guðdómlegur brasilískur marmari prýðir eldhúsinnréttingar í stærri íbúðunum tveimur.
Húsið er afar glæsilegt að utan jafnt sem innan.
Húsið er afar glæsilegt að utan jafnt sem innan.
mbl.is