„Mamma og pabbi komi með mér út á sínum tíma og hjálpuðu mér að koma mér fyrir,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.
„Mamma og pabbi komi með mér út á sínum tíma og hjálpuðu mér að koma mér fyrir,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.
„Mamma og pabbi komi með mér út á sínum tíma og hjálpuðu mér að koma mér fyrir,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.
Aron, sem er 33 ára gamall, gekk til liðs við þýska stórliðið Kiel árið 2009, þá nýorðinn 19 ára gamall frá uppeldisfélagi sínu FH.
„Eftir fyrstu handboltaæfinguna spurði mamma mig mjög spennt hvernig hefði gengið þegar ég kom heim,“ sagði Aron.
„Ég hélt þeir væru betri svaraði ég þá með mínum einlæga hroka og smá kaldhæðnisívafi en þetta viðhorf er eitthvað sem þú þarft að hafa,“ sagði Aron meðal annars.
Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.