Systurnar vöktu athygli á rauða dreglinum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. september 2023

Systurnar vöktu athygli á rauða dreglinum

Systurnar Beatrice og Eugenie prinsessur af York báru af sér góðan þokka á rauða dreglinum í London á dögunum. Báðar klæddust þær glænýjum kjólum beint af tískupöllunum.

Systurnar vöktu athygli á rauða dreglinum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. september 2023

Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa vöktu mikla athygli fyrir fallega …
Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa vöktu mikla athygli fyrir fallega kjóla. Samsett mynd

Systurnar Beatrice og Eugenie prinsessur af York báru af sér góðan þokka á rauða dreglinum í London á dögunum. Báðar klæddust þær glænýjum kjólum beint af tískupöllunum.

Systurnar Beatrice og Eugenie prinsessur af York báru af sér góðan þokka á rauða dreglinum í London á dögunum. Báðar klæddust þær glænýjum kjólum beint af tískupöllunum.

Beatrice prinsessa þykir orðin með þeim best klæddu innan konungsfjölskyldunnar og er farin að nálgast Katrínu prinsessu hvað varðar tískuvit og stíl. Í þetta skipti klæddist Beatrice svörtum síðkjól með gulum blómum, skikkju og hönskum sem er úr nýjustu haustlínu Richards Quinns. Hún hafði hárið í tagli og með eldrauðan varalit.

Beatrice prinsessa af York og Edoardo Mapelli Mozzi virtust afar …
Beatrice prinsessa af York og Edoardo Mapelli Mozzi virtust afar ástfangin á rauðateppinu þegar þau voru viðstödd "Vogue World: London". AFP

Sjaldan litið betur út

Fólk virðist sammála um að prinsessan sé að lifa sínu besta lífi þessa daga eftir að hún giftist hinum ítalska Edoardo Mapelli Mozzi en hún hefur sjaldan litið betur út og er þessi kjóll enn eitt dæmið um það.

Eugenie prinsessa var hins vegar djarfari í litavali og klæddist grænum silkikjól úr nýjustu haustlínu Fendi en samkvæmt bresku tískupressunni fannst mörgum hún kannski missa marks í þetta skipti. Fáir ættu auðvelt með að bera svona kjól sem er mjög umfangsmikill. 

„Hún er ekki að klæðast kjólnum heldur er kjólinn að klæðast henni,“ segja virkir í athugasemdum.

Eugenie prinsessa af York var í grænum silkikjól frá Fendi.
Eugenie prinsessa af York var í grænum silkikjól frá Fendi. AFP
Kjóll Beatrice prinsessu er úr smiðju Richard Quinn.
Kjóll Beatrice prinsessu er úr smiðju Richard Quinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is