Dóttir Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fögnuðu á dögunum tveggja ára afmæli dóttur þeirra Siennu.
Dóttir Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fögnuðu á dögunum tveggja ára afmæli dóttur þeirra Siennu.
Dóttir Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fögnuðu á dögunum tveggja ára afmæli dóttur þeirra Siennu.
Parið hefur ekki deilt myndum opinberlega þar sem sést í andlit barnsins en Mozzi setti þó inn mynd af dóttur sinni sem hefur brætt hjörtu.
Myndin sýnir dóttur þeirra ganga um berfætta, í blómakjól og með risastóran stráhatt.
„Til hamingju með afmælið unga stúlka. Þú færir okkur svo mikla ást og gleði alla daga,“ skrifar Mozzi við myndina af dóttur sinni.
Beatrice prinsessa er ekki á samfélagsmiðlum og virðist heldur kjósa að leyfa eiginmanninum að veita innsýn í líf þeirra saman. Þetta er önnur myndin sem hefur birst af Siennu. Þegar hún kom í heiminn deildi Mozzi aðeins mynd af fótspori barnsins en Eugenie prinsessa, systir Beatrice, hefur deilt einni mynd af frænku sinni þar sem sést í hana aftan frá.