Mynd af dótturinni bræðir hjörtu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. september 2023

Mynd af dótturinni bræðir hjörtu

Dóttir Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fögnuðu á dögunum tveggja ára afmæli dóttur þeirra Siennu.

Mynd af dótturinni bræðir hjörtu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. september 2023

Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi.
Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi. AFP

Dóttir Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fögnuðu á dögunum tveggja ára afmæli dóttur þeirra Siennu.

Dóttir Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi fögnuðu á dögunum tveggja ára afmæli dóttur þeirra Siennu.

Parið hefur ekki deilt myndum opinberlega þar sem sést í andlit barnsins en Mozzi setti þó inn mynd af dóttur sinni sem hefur brætt hjörtu. 

Myndin sýnir dóttur þeirra ganga um berfætta, í blómakjól og með risastóran stráhatt.

„Til hamingju með afmælið unga stúlka. Þú færir okkur svo mikla ást og gleði alla daga,“ skrifar Mozzi við myndina af dóttur sinni.

Be­atrice prins­essa er ekki á sam­fé­lags­miðlum og virðist held­ur kjósa að leyfa eig­in­mann­in­um að veita inn­sýn í líf þeirra sam­an. Þetta er önnur myndin sem hefur birst af Siennu. Þegar hún kom í heim­inn deildi Mozzi aðeins mynd af fót­spori barns­ins en Eu­genie prins­essa, systir Beatrice, hef­ur deilt einni mynd af frænku sinni þar sem sést í hana aft­an frá.

Þessi mynd af dóttur Beatrice prinsessu og Edo Mapello Mozzi …
Þessi mynd af dóttur Beatrice prinsessu og Edo Mapello Mozzi hefur brætt hjörtu margra. Skjáskot/Instagram
Fyrsta myndin sem birtist af Siennu (t.v.). Hér er hún …
Fyrsta myndin sem birtist af Siennu (t.v.). Hér er hún ásamt frænda sínum, Ágústi, syni Eugenie prinsessu. Skjáskot/Instagram
Beatrice prinsessa af York og Edoardo Mapelli Mozzi virtust afar …
Beatrice prinsessa af York og Edoardo Mapelli Mozzi virtust afar ástfangin á rauðateppinu þegar þau voru viðstödd "Vogue World: London". AFP
mbl.is