Birna Þórðar selur eitt litríkasta parhús Íslands

Heimili | 20. september 2023

Birna Þórðar selur eitt litríkasta parhús Íslands

Listamaðurinn, rithöfundurinn og aktívisistinn, Birna Þórðardóttir, hefur sett 153 fm parhús sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða hús með 8 herbergjum og þremur baðherbergjum sem byggt var 1918. Birna festi kaup á húsinu fyrir um tveimur áratugum. 

Birna Þórðar selur eitt litríkasta parhús Íslands

Heimili | 20. september 2023

Birna Þórðardóttir hefur sett íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á …
Birna Þórðardóttir hefur sett íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Listamaðurinn, rithöfundurinn og aktívisistinn, Birna Þórðardóttir, hefur sett 153 fm parhús sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða hús með 8 herbergjum og þremur baðherbergjum sem byggt var 1918. Birna festi kaup á húsinu fyrir um tveimur áratugum. 

Listamaðurinn, rithöfundurinn og aktívisistinn, Birna Þórðardóttir, hefur sett 153 fm parhús sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða hús með 8 herbergjum og þremur baðherbergjum sem byggt var 1918. Birna festi kaup á húsinu fyrir um tveimur áratugum. 

Húsið er rauðmálað að utan og steinsteypt. Þegar inn er komið tekur litríkur heimur Birnu Þórðardóttur við. Þar er að finna sægræna stofu sem hittir appelsínugulan vegg sem gengur inn í eldhúsið en þar tekur blái liturinn völdin. Þessi glaðalitapalletta lífgar upp á allt og gleður augað. 

Appelsínugulur mætir sægrænum, furuskáp og píanói.
Appelsínugulur mætir sægrænum, furuskáp og píanói.
Stofan er máluð í sægrænum lit sem fer vel við …
Stofan er máluð í sægrænum lit sem fer vel við sófa frá áttunda áratugnum og listaverk.
Í íbúðinni er hvert rými nýtt fyrir listaverk og ljósmyndir.
Í íbúðinni er hvert rými nýtt fyrir listaverk og ljósmyndir.

Herbergi hússins eru máluð í ýmsum litum sem skapar skemmtilega heild. Vinnuherbergið er kóralbleikt á meðan eitt af þremur baðherbergjum er málað í ljósbláum lit. Risið er fjólublátt með hvítum loftum og furuklæddum veggjum sem ná um 90 sm frá gólfi. 

Það er óhætt að segja að litaval heimilisins sé í stíl við klæðaburð Birnu Þórðardóttir sem hefur vakið athygli í gegnum tíðina eins og sést glögglega þegar myndasafn mbl.is er skoðað. 

Af fasteignavef mbl.is: Óðinsgata 11

Þessi mynd var tekin af Birnu í gleðigöngunni 2016. Þar …
Þessi mynd var tekin af Birnu í gleðigöngunni 2016. Þar skartaði hún rauðum kjól og uppháum hönskum. mbl.is/Ómar Óskarsson
Hér er Birna mætt á kjörstað 2016 í rauðum sokkabuxum …
Hér er Birna mætt á kjörstað 2016 í rauðum sokkabuxum og leðurpilsi. mbl.is/Ómar Óskarsson
Birna Þórðardóttir skúrar tröppur Hæstaréttar árið 2013.
Birna Þórðardóttir skúrar tröppur Hæstaréttar árið 2013. mbl.is/Styrmir Kári
Birna Þórðardóttir í lopapeysu og í rústrauðum sokkabuxum 2016.
Birna Þórðardóttir í lopapeysu og í rústrauðum sokkabuxum 2016. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Birna Þóðrardóttir að mótmæla í miðbæ Reykjavíkur 2016 með rauða …
Birna Þóðrardóttir að mótmæla í miðbæ Reykjavíkur 2016 með rauða leðurhanska. mbl.is/Árni Sæberg
Birna Þórðardóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir.
Birna Þórðardóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hér er Birna Þórðardóttir í rauðum leðurjakka með gult sjal.
Hér er Birna Þórðardóttir í rauðum leðurjakka með gult sjal. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is