Eldur í rússneskri olíubirgðastöð

Úkraína | 20. september 2023

Eldur í rússneskri olíubirgðastöð

Eldur kviknaði í olíubirgðastöð í rússnesku borginni Sochi í morgun.

Eldur í rússneskri olíubirgðastöð

Úkraína | 20. september 2023

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Mikhail Metzel

Eldur kviknaði í olíubirgðastöð í rússnesku borginni Sochi í morgun.

Eldur kviknaði í olíubirgðastöð í rússnesku borginni Sochi í morgun.

Eldurinn var síðar slökktur. Rússnesk yfirvöld segja að rannsókn standi yfir á eldsupptökum en sumir telja að drónaárás hafi verið gerð á stöðina.

Í myndskeiðum á netinu mátti sjá birgðastöðina í ljósum logum, með nafni eins helsta olíufyrirtækis Rússa, Rosneft, skrifuðu þar. 

Eldurinn kviknaði skammt frá alþjóðlega flugvellinum Sochi, í hverfinu Adler. Þar var ólympíugarður byggður fyrir Vetrarólympíuleikana árið 2014.

mbl.is