Fyrsta konungsheimsóknin til Frakklands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. september 2023

Fyrsta konungsheimsóknin til Frakklands

Karl III. hóf í morgun fyrstu opinberu heimsókn sína til Frakklands sem Bretlandskonungur.

Fyrsta konungsheimsóknin til Frakklands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. september 2023

Karl Bretakonungur og Macron í París í morgun.
Karl Bretakonungur og Macron í París í morgun. AFP/Yoan Valat

Karl III. hóf í morgun fyrstu opinberu heimsókn sína til Frakklands sem Bretlandskonungur.

Karl III. hóf í morgun fyrstu opinberu heimsókn sína til Frakklands sem Bretlandskonungur.

Karl átti upphaflega að heimsækja Frakkland í mars síðastliðnum og átti það að vera fyrsta heimsókn hans erlendis sem konungur eftir að móðir hans, Elísabet II. Bretlandsdrottning, lést. Ferðinni var aftur á móti frestað vegna mikilla mótmæla og verkfalla víðsvegar um Frakkland vegna hækkunar eftirlaunaaldurs í landinu.

Elisabeth Borne ásamt Karli og Kamillu á Orly-flugvellinum.
Elisabeth Borne ásamt Karli og Kamillu á Orly-flugvellinum. AFP/Tim Rooke

Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, tók á móti Karli og eiginkonu hans Kamillu drottningu á Orly-flugvellinum í París. Eftir það tók Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte á móti þeim við Sigurbogann í miðborg Parísar þar sem fallinna hermanna var minnst.

AFP/Yoan Valat

Í kvöld býður Macron til kvöldverðar í speglasal Versalahallar þar sem gestir verða m.a. leikkonan Charlotte Gainsbourg, leikarinn Hugh Grant og Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri enska liðsins Arsenal.

Ferðalag Karls og Kamillu til borgarinnar Bordeaux í suðversturhluta Frakklands er einnig fyrirhugað á meðan á opinberu heimsókninni stendur. 

mbl.is