Álitsgjafar telja líklegt að feðgarnir Vilhjálmur prins og Georg prins verði fljótlega að hætta að ferðast saman.
Álitsgjafar telja líklegt að feðgarnir Vilhjálmur prins og Georg prins verði fljótlega að hætta að ferðast saman.
Álitsgjafar telja líklegt að feðgarnir Vilhjálmur prins og Georg prins verði fljótlega að hætta að ferðast saman.
Vísað er til gamallar reglu sem gengur út á það að forðast það en fleiri en einn erfingi krúnunnar dæi í einu, ef eitthvað óhapp yrði. Oftast er miðað við tólf ára aldur þegar byrjað er að framfylgja þessari reglu en Georg prins er tíu ára gamall.
Í hlaðvarpi HELLO Magazine ræðir Graham Laurie þessa reglu en hann var flugmaður Karls III. konungs.
Laurie segir að fjölskyldan ferðaðist jafnan saman þangað til Vilhjálmur varð 12 ára. Eftir það voru ferðalögin skipulögð þannig að Vilhjálmur færi með öðru flugi. Fjölskyldan gat aðeins ferðast öll saman með skriflegu leyfi drottningarinnar.
„Þegar Vilhjálmur varð tólf ára þá flaug hann alltaf í 125 vél frá Northholt og við flugum 146 vél með hinum fjölskyldumeðlimunum,“ segir Laurie. „Þetta er til þess að passa upp á öryggi fjölskyldunnar og erfingja krúnunnar. Þetta mun einnig eiga við um Georg prins sem er annar í erfðaröðinni.“
„En þess ber að geta að kóngur getur samþykkt að framfylgja ekki þessari reglu. Það sé hins vegar almennt reynt að forðast það að tveir eða fleiri erfingjar krúnunnar ferðist saman í sömu flugvél.“