Sendinefnd ESB meðvituð um „eftirlit“ Íslendinganna

Úkraína | 20. september 2023

Sendinefnd ESB meðvituð um „eftirlit“ Íslendinganna

 Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi er meðvituð um meinta þátttöku tveggja íslenskra ríkisborgara í „kosningaeftirliti“ á hernumdum svæðum í Úkraínu.

Sendinefnd ESB meðvituð um „eftirlit“ Íslendinganna

Úkraína | 20. september 2023

Frá kosningum í Donetsk í september.
Frá kosningum í Donetsk í september. AFP

 Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi er meðvituð um meinta þátttöku tveggja íslenskra ríkisborgara í „kosningaeftirliti“ á hernumdum svæðum í Úkraínu.

 Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi er meðvituð um meinta þátttöku tveggja íslenskra ríkisborgara í „kosningaeftirliti“ á hernumdum svæðum í Úkraínu.

Komi til þess að Evrópusambandið (ESB) grípi til aðgerða gegn þeim verður það sameiginleg ákvörðun aðildarríkjanna. Kemur þetta fram í skriflegu svari sendinefndar ESB á Íslandi við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Gróft brot á alþjóðalögum

Síðastliðinn föstudag var hér í Morgunblaðinu greint frá umfjöllun EUobserver, sem að verulegu leyti fjallar um innri málefni ríkja ESB.

Kom þar fram að tveir Íslendingar, þau Erna Ýr Öldudóttir og Konráð Magnússon, hefðu sinnt „kosningaeftirliti“ með „kosningum“ á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu.

Eru „kosningarnar“ gróft brot á alþjóðalögum og fordæmdar víða um heim. Íslendingarnir eru sagðir hafa verið í Kherson á vegum Rússlands.

„Við fögnum því að íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessar svokölluðu „kosningar“. Hvers kyns stuðningur við ólögmætan gjörning, þar á meðal „eftirlit“ sem túlka má sem viðurkenningu á umræddu athæfi, er algerlega óásættanlegur,“ segir í svari sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi. „Allar nýjar refsiaðgerðir verða ákveðnar einróma af aðildarríkjunum.“

Kunna að sæta refsingum

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst „kosningunum“ á hernumdu svæðunum sem „hreinu áróðursbragði“ og ítrekað að „sérhver einstaklingur sem styður gervikosningar Rússa í Úkraínu, þar á meðal með því að koma fram sem svokallaður „alþjóðlegur eftirlitsmaður“, kann að sæta refsingum og skorðum vegna vegabréfsáritunar“.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is