Ákærð fyrir njósnir í Bretlandi

Rússland | 21. september 2023

Ákærð fyrir njósnir í Bretlandi

Saksóknaraembætti bresku krúnunnar mun gefa út ákæru á hendur fimm búlgörskum ríkisborgurum, sem grunaðir eru um njósnir í Bretlandi fyrir rússnesk stjórnvöld.

Ákærð fyrir njósnir í Bretlandi

Rússland | 21. september 2023

Fimmmenningarnir eru grunaðir um njósnir fyrir rússnesk stjórnvöld.
Fimmmenningarnir eru grunaðir um njósnir fyrir rússnesk stjórnvöld. AFP/Tolga Akmen

Saksóknaraembætti bresku krúnunnar mun gefa út ákæru á hendur fimm búlgörskum ríkisborgurum, sem grunaðir eru um njósnir í Bretlandi fyrir rússnesk stjórnvöld.

Saksóknaraembætti bresku krúnunnar mun gefa út ákæru á hendur fimm búlgörskum ríkisborgurum, sem grunaðir eru um njósnir í Bretlandi fyrir rússnesk stjórnvöld.

Búlgararnir fimm, þrír karlmenn og tvær konur, eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að safna upplýsingum sem gagnast gætu óvinveittri þjóð, með beinum eða óbeinum hætti, í þeim tilgangi að skaða öryggi og hagsmuni ríkisins, að því er fram kemur í yfirlýsingu saksóknaraembættis bresku krúnunnar.

Meintu brotin eiga að hafa átt sér stað frá ágúst árið 2020 og fram í febrúar 2023, að því er fram kemur í yfirlýsingu saksóknaraembættisins.

Orlín Rússev, Bíser Dsjambasoc, Katrín Ívanóva, Ívan Stojanov og Vanja Gaberóva, munu mæta fyrir dóm í London, höfuðborg Englands, á þriðjudaginn.

Þrjú þeirra, Rússev, Dsjambasoc og Ívanóva, voru ákærð í febrúar fyrir að vera með fölsuð skilríki í fórum sínum.

mbl.is