Óttar selur 128,9 milljóna útsýnisperlu

Heimili | 21. september 2023

Óttar selur 128,9 milljóna útsýnisperlu

Óttar Sveinsson, höfundur vinsælu Útkallsbókanna, hefur sett sjarmerandi sérhæð sína í Grafarholti á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í flottu húsi sem reist var árið 2003, en hún telur 187 fm.

Óttar selur 128,9 milljóna útsýnisperlu

Heimili | 21. september 2023

Rithöfundurinn Óttar Sveinsson hefur sett fallega sérhæð sína í Grafarholti …
Rithöfundurinn Óttar Sveinsson hefur sett fallega sérhæð sína í Grafarholti á sölu. Samsett mynd

Óttar Sveinsson, höfundur vinsælu Útkallsbókanna, hefur sett sjarmerandi sérhæð sína í Grafarholti á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í flottu húsi sem reist var árið 2003, en hún telur 187 fm.

Óttar Sveinsson, höfundur vinsælu Útkallsbókanna, hefur sett sjarmerandi sérhæð sína í Grafarholti á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í flottu húsi sem reist var árið 2003, en hún telur 187 fm.

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu alrými með innfelldri lýsingu. Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið, en mikil náttúrufegurð umlykur húsið og er útsýnið frá íbúðinni því sérlega glæsilegt. 

Eldhúsið er rúmgott með stílhreinni innréttingu.
Eldhúsið er rúmgott með stílhreinni innréttingu.
Stórir gluggar veita guðdómlegt útsýni.
Stórir gluggar veita guðdómlegt útsýni.

Stórar útsýnissvalir setja punktinn yfir i-ið

Fallegt gegnheilt parket úr eik prýðir gólfin og gefur íbúðinni hlýlegt yfirbragð. Frá eldhúsinu er útgengt á rúmgóðar og snyrtilegar svalir með glerhandriði sem hindrar ekki útsýnið. 

Íbúðin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, en þar af er rúmgott og bjart hjónaherbergi með útgengi á svalir um tvöfalda hurð. Þá er aðalbaðherbergið vel útbúið með baðkari og sturtu, fallegri lýsingu og snyrtilegri innréttingu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ólagsgeisli 24

Svalirnar eru rúmgóðar og afar sjarmerandi.
Svalirnar eru rúmgóðar og afar sjarmerandi.
Falleg náttúra umlykur húsið.
Falleg náttúra umlykur húsið.
mbl.is