Pólland mun uppfylla undirritaða vopnasamninga

Úkraína | 21. september 2023

Pólland mun uppfylla undirritaða vopnasamninga

Pólsk stjórnvöld hafa lofað Úkraínumönnum að uppfylla þegar undirritaða samninga um vopnaflutninga. Loforðið kemur aðeins degi eftir að stjórnvöld í Varsjá tilkynntu að þau myndu ekki leng­ur senda vopn til Úkraínu og ein­beita sér að eig­in vörn­um.

Pólland mun uppfylla undirritaða vopnasamninga

Úkraína | 21. september 2023

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. AFP

Pólsk stjórnvöld hafa lofað Úkraínumönnum að uppfylla þegar undirritaða samninga um vopnaflutninga. Loforðið kemur aðeins degi eftir að stjórnvöld í Varsjá tilkynntu að þau myndu ekki leng­ur senda vopn til Úkraínu og ein­beita sér að eig­in vörn­um.

Pólsk stjórnvöld hafa lofað Úkraínumönnum að uppfylla þegar undirritaða samninga um vopnaflutninga. Loforðið kemur aðeins degi eftir að stjórnvöld í Varsjá tilkynntu að þau myndu ekki leng­ur senda vopn til Úkraínu og ein­beita sér að eig­in vörn­um.

Pól­land hef­ur verið einn dygg­asti stuðnings­maður Úkraínu í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands inn í Úkraínu og hef­ur hingað til verið öfl­ug­ur vopna­birg­ir fyr­ir úkraínska her­inn. Pól­land hýs­ir einnig um eina millj­ón úkraínskra flótta­manna.

„Pólland mun aðeins uppfylla fyrrum samþykkta skotfæra- og vopnaflutninga,“ sagði Piotr Muller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, við miðilinn PAP.

Ágreiningur um kornútflutning

Í gær sagði  Mateusz Morawiecki, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands að Pólland væri „ekki leng­ur að flytja vopn til Úkraínu vegna þess að við erum núna að vopna Pól­land með nú­tíma­legri vopn­um“ í svari við spurn­ingu blaðamanns í gær um hvort að Pól­land myndi halda áfram að styðja Úkraínu þrátt fyr­ir ágrein­ing um kornút­flutn­ing.

Spenn­an milli stjórn­valda í Póllandi og Úkraínu, sem staf­ar af banni Pól­lands við inn­flutn­ingi á úkraínsku korni til að vernda hags­muni bænda, hef­ur magn­ast und­an­farna daga.

Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti í síðustu viku að það ætlaði að binda enda á tíma­bundn­ar tak­mark­an­ir á inn­flutn­ingi á úkraínsku korni til fimm landa, þar á meðal Pól­lands. En stjórn­völd í Póllandi sögðust ætla að halda áfram að fram­fylgja bann­inu ein­hliða, þvert á ósk­ir úkraínskra stjórn­valda.

Cat­her­ina Colonna, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, sagði fyrr í dag að ákvörðun Pól­lands um að banna korn­inn­flutn­ing frá Úkraínu væri órétt­læt­an­leg.

mbl.is