Fyrsta sjónvarpsmálverkið til sölu á rúman milljarð

Hönnun | 22. september 2023

Fyrsta sjónvarpsmálverkið til sölu á rúman milljarð

Fyrsta málverkið sem listmálarinn og sjónvarpsstjarnan, Bob Ross, málaði í þætti sínum, The Joy of Painting, er nú til sölu. Málverkið, A Walk in the Woods, málaði Ross árið 1983 og tók það listamanninn aðeins 30 mínútur að skapa. 

Fyrsta sjónvarpsmálverkið til sölu á rúman milljarð

Hönnun | 22. september 2023

Fyrsta sjónvarpsmálverk Bob Ross er nú á sölu.
Fyrsta sjónvarpsmálverk Bob Ross er nú á sölu. Skjáskot af Youtube

Fyrsta málverkið sem listmálarinn og sjónvarpsstjarnan, Bob Ross, málaði í þætti sínum, The Joy of Painting, er nú til sölu. Málverkið, A Walk in the Woods, málaði Ross árið 1983 og tók það listamanninn aðeins 30 mínútur að skapa. 

Fyrsta málverkið sem listmálarinn og sjónvarpsstjarnan, Bob Ross, málaði í þætti sínum, The Joy of Painting, er nú til sölu. Málverkið, A Walk in the Woods, málaði Ross árið 1983 og tók það listamanninn aðeins 30 mínútur að skapa. 

Málverkið, sem er falleg náttúrumynd og máluð með olíulitum, er auglýst á heimasíðu gallerísins Modern Artifact í Minneapolis og kostar það rúmlega einn milljarð íslenskra króna. 

Ross var afar vinsæll sjónvarpsmaður á 9. og 10. áratugnum en þættir hans, The Joy of Painting, voru sýndir á árunum 1983 til 1994. 

Listamaðurinn lést aðeins 52 ára að aldri hinn 4. júlí árið 1995 eftir erfiða barátta við eitlakrabbamein. Ross hélt upplýsingum um veikindi sín leyndum fyrir almenningi. 

mbl.is