Lýsa árásinni á hendur sér

Úkraína | 22. september 2023

Lýsa árásinni á hendur sér

Úkraínumenn hafa lýst flugskeytaárásinni á hendur sér, sem var gerð á höfuðstöðvar rússneska hersins í Svartahafi á Krímskaga í morgun.

Lýsa árásinni á hendur sér

Úkraína | 22. september 2023

Gervihnattamynd frá því í september af höfninni í Sevastopol.
Gervihnattamynd frá því í september af höfninni í Sevastopol. AFP

Úkraínumenn hafa lýst flugskeytaárásinni á hendur sér, sem var gerð á höfuðstöðvar rússneska hersins í Svartahafi á Krímskaga í morgun.

Úkraínumenn hafa lýst flugskeytaárásinni á hendur sér, sem var gerð á höfuðstöðvar rússneska hersins í Svartahafi á Krímskaga í morgun.

Einn fórst og eldur kviknaði á svæðinu.

„Um klukkan 12:00 [9 að íslenskum tíma] gerði úkraínski herinn vel heppnaða árás á höfuðstöðvar rússneska sjóhersins í Svartahafi í Sevastopol sem hefur tímabundið verið hernumin,” sagði í tilkynningu frá úkraínska hernum á Telegram.

Úkraínuher hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að Svartahafsflota Rússa í borginni Sevastopol. Úkraínumenn hafa heitið því að ná Krímskaga aftur á sitt vald eftir að Rússar innlimuðu hann árið 2014.

mbl.is