Segjast hafa fellt háttsetta yfirmenn sjóhersins

Úkraína | 23. september 2023

Segjast hafa fellt háttsetta yfirmenn sjóhersins

Stjórnvöld í Úkraínu segja að tugir, þar á meðal háttsettir yfirmenn rússneska sjóhersins, hafi látist eða særst þegar þeir gerðu flugskeytaárás á höfuðstöðvar rúss­neska hers­ins í Svarta­hafi á Krímskaga í gær.

Segjast hafa fellt háttsetta yfirmenn sjóhersins

Úkraína | 23. september 2023

Gervihnattamynd sýnir reyk í kjölfar árásarinnar.
Gervihnattamynd sýnir reyk í kjölfar árásarinnar. AFP/Planet Labs PBC

Stjórnvöld í Úkraínu segja að tugir, þar á meðal háttsettir yfirmenn rússneska sjóhersins, hafi látist eða særst þegar þeir gerðu flugskeytaárás á höfuðstöðvar rúss­neska hers­ins í Svarta­hafi á Krímskaga í gær.

Stjórnvöld í Úkraínu segja að tugir, þar á meðal háttsettir yfirmenn rússneska sjóhersins, hafi látist eða særst þegar þeir gerðu flugskeytaárás á höfuðstöðvar rúss­neska hers­ins í Svarta­hafi á Krímskaga í gær.

„Smáatriði árásarinnar verða opinberuð eins fljótt og auðið er en niðurstaðan er tugir látinna og særðra viðstaddra, þar á meðal háttsettir yfirmenn sjóhersins,“ segir í yfirlýsingu úkraínska hersins.

Úkraínski herinn segir árásina hafa átt sér stað á sama tíma og fundur helstu forystumanna rússneska sjóhersins stóð yfir.

Úkraínu­her hef­ur í aukn­um mæli beint sjón­um sín­um að Svarta­hafs­flota Rússa í borg­inni Sevastopol. Úkraínu­menn hafa heitið því að ná Krímskaga aft­ur á sitt vald eft­ir að Rúss­ar inn­limuðu hann árið 2014.

mbl.is