Stjórnvöld í Úkraínu segja að tugir, þar á meðal háttsettir yfirmenn rússneska sjóhersins, hafi látist eða særst þegar þeir gerðu flugskeytaárás á höfuðstöðvar rússneska hersins í Svartahafi á Krímskaga í gær.
Stjórnvöld í Úkraínu segja að tugir, þar á meðal háttsettir yfirmenn rússneska sjóhersins, hafi látist eða særst þegar þeir gerðu flugskeytaárás á höfuðstöðvar rússneska hersins í Svartahafi á Krímskaga í gær.
Stjórnvöld í Úkraínu segja að tugir, þar á meðal háttsettir yfirmenn rússneska sjóhersins, hafi látist eða særst þegar þeir gerðu flugskeytaárás á höfuðstöðvar rússneska hersins í Svartahafi á Krímskaga í gær.
„Smáatriði árásarinnar verða opinberuð eins fljótt og auðið er en niðurstaðan er tugir látinna og særðra viðstaddra, þar á meðal háttsettir yfirmenn sjóhersins,“ segir í yfirlýsingu úkraínska hersins.
Úkraínski herinn segir árásina hafa átt sér stað á sama tíma og fundur helstu forystumanna rússneska sjóhersins stóð yfir.
Úkraínuher hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að Svartahafsflota Rússa í borginni Sevastopol. Úkraínumenn hafa heitið því að ná Krímskaga aftur á sitt vald eftir að Rússar innlimuðu hann árið 2014.