„Þeim er kunnugt um að hafnarmannvirkin eru héraðinu lífsnauðsynleg,“ skrifar Natalía Gumenyuk, talsmaður hersins í suðurhluta Úkraínu, á samfélagsmiðilinn Telegram og vísar þar til Rússa og árásar þeirra á höfn borgarinnar Ódessu við Svartahafið í nótt.
„Þeim er kunnugt um að hafnarmannvirkin eru héraðinu lífsnauðsynleg,“ skrifar Natalía Gumenyuk, talsmaður hersins í suðurhluta Úkraínu, á samfélagsmiðilinn Telegram og vísar þar til Rússa og árásar þeirra á höfn borgarinnar Ódessu við Svartahafið í nótt.
„Þeim er kunnugt um að hafnarmannvirkin eru héraðinu lífsnauðsynleg,“ skrifar Natalía Gumenyuk, talsmaður hersins í suðurhluta Úkraínu, á samfélagsmiðilinn Telegram og vísar þar til Rússa og árásar þeirra á höfn borgarinnar Ódessu við Svartahafið í nótt.
Kveður hún árásina þess vegna hafa verið gerða af krafti og með mismunandi aðferðum en þar notuðu Rússar dróna, hljóðfráar Onyx-flaugar og tólf Kalibr-flugskeyti.
Hafa Rússar gert fjölda árása á tækjabúnað til kornútflutnings á hafnarsvæðum Ódessu og Mykolaiv-héraðsins síðan í júlí þegar stjórnvöld í Moskvu riftu samningi sínum við Úkraínumenn um útflutning korns yfir Svartahafið.
Að sögn talsmanna úkraínska flughersins var Kalibr-flaugunum skotið frá skipi og kafbáti í Svartahafinu en tekist hafi þó að skjóta þær allar niður.
Kona varð fyrir sprengjubroti og var flutt á sjúkrahús en enginn er sagður hafa látið lífið í árásinni. Skemmdirnar á hafnarsvæðinu og búnaði þar eru umfangsmiklar eftir því sem Gumenyuk skrifar. Hafi eldur komið upp í vöruhúsum við höfnina auk þess sem kviknað hafi í íbúðarhúsum í grenndinni.
Úkraínumenn notast nú við nýjar siglingaleiðir við kornflutninga sína og forðast alþjóðlegt hafsvæði. Fara þeir um svæði sem heyra undir yfirráð Atlantshafsbandalagsríkjanna Búlgaríu og Rúmeníu og hafa tvær kornsendingar komist klakklaust til Tyrklands síðustu daga.
Frá rússneska varnarmálaráðuneytinu berast fréttir um að rússneski herinn hafi skotið niður fjögur ómönnuð flugför yfir norðvesturhluta Svartahafs og svæðum þar sem Rússar ráða lögum og lofum á Krímskaga.
Segir Roman Starovoyt, héraðsstjóri í Kursk, að úkraínskir drónar hafi þó náð að valda tjóni, hvort tveggja á íbúðarhúsum og einni stjórnsýslubyggingu.